jólakaramellur með piparkökum

Það klikkar ekki, hver einustu jól kaupi ég kassa af piparkökum sem gleymast svo og enginn borðar. Mér finnst piparkökur bara í raun og veru ekkert sérstakar einar og sér en elska að blanda þeim í uppskriftir í staðin og þá nýtast þær líka betur á mínu heimili.

Ég ákvað að búa til ótrúlega auðveldar karamellur húðaðar piparkökudufti. Mér hefur tekist að klúðra því 2x þessi jól að gera karamellu sósu frá grunni svo ég ákvað að nota rjómakúlur frá Nóa Síríus í staðin og þær klikka aldrei.

Færslan er unnin í samstarfi við Nóa Síríus

jólakaramellur með piparkökum

/ færslan er unnin í samstarfi við Nóa Síríus
Skammtar 30 kúlur
Undirbúningur 30 minutes
Kæling 3 hours
Heildartími 3 hours 30 minutes

Hráefni

  • 150 g rjómasúkkulaði frá Nóa Síríus
  • 75 g rjómakúlur frá Nóa Síríus
  • 75 ml rjómi
  • 100 g piparkökur

Aðferð

  • Setjið rjómasúkkulaði, rjómakúlur og rjóma í skál
  • Hitið í örbylgjuofni í 30 sek, hrærið og endurtakið þar til allt hefur bráðnað – tók mig 3-4 skipti
  • Setjið plastfilmu í eldfast mót og hellið blöndunni ofan í
  • Geymið í kæli í 2-3 klst
  • Setjið piparkökur í matvinnsluvél þar til þær eru orðnar að dufti
  • Takið eldfasta mótið úr ísskapnum, lyftið plastinu úr og skerið í súkkulaðið svo að 30 kassar myndist
  • Takið einn kassa í einu og rúllið í kúlu
  • Takið hverja kúlu og veltið upp úr piparkökuduftinu
  • Geymist í kæli
Course: eftirréttur, snarl
Cuisine: íslenskt
Keyword: auðvelt, jól, karamellur

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close