Fullkominn eftirréttur fyrir næsta matarboð – hvort sem það er hádegisboð eða kvöldboð.
Karamellu sósan tekur réttinn á næsta level – svo góð!




Karamellu pavlóvur
/ færslan er unnin í samstarfi við Nóa Síríus
Hráefni
Botnar
- 2 eggjahvítur
- 100 g sykur
- 1/2 tsk mataredik
Fylling
- 300 ml rjómi
- 150 g karamellukurl frá Nóa Síríus
Karamellusósa
- 3 msk rjómi
- 100 g rjómakúlur frá Nóa Síríus
Aðferð
Botnar
- Þeytið eggjahvíturnar og edikið
- Bætið sykrinum út í í tveimur pörtum og þeytið þar til þið hafið fengið þessa stífu toppa áferð
- Setjið í sprautupoka eða notið skeið og búið til 6 botna úr marengsnum
- Búið til hreiður með matskeið (fyllingin fer þangað þegar botnarnir eru bakaðir og hafa fengið að kólna)
- Bakið við 100 gráður í 90 mínútur
- Þegar tíminn er liðinn, slökkvið á ofninum og leyfið botnunum að kólna inni í ofni yfir nótt. Ég útbjó mína botna að kvöldi til og bar fram í hádeginu daginn eftir – má alveg líða lengri tími á milli
Fylling
- Stífþeytið rjóma
- Hrærið karamellu kurli varlega saman við með sleikju
- Setjið í rjómablönduna í hreiðrið á marengsnum
- Setjið ber (ég notað jarðaber) ofaná rjómablönduna
Karamellu sósa
- Setjið rjómakúlur og rjóma í pott og bræðið við vægan hita
- Setjið karamellu sósuna yfir berin
Ráð
Auðvelt er að stækka uppskriftina ef þess þarf 🙂
Ég sé fyrir mér að það væri sniðugt að gera ennþá minni pavlóvur sem er hægt að borða í einum bita fyrir veislu. Væri fallegt í bland við brownies – smelltu hér fyrir uppskrift af bestu brownies!
ef þú prófar þessa uppskrift máttu endilega deila því með mér með því að senda mér mynd á instagram eða jafnvel tagga mig í story @tinnath