Go Back

Sous vide bernaise sósa

auðveldasta og besta bernaise sósan að mínu mati
Prep Time 5 minutes
Cook Time 1 hour
Total Time 1 hour 5 minutes
Course meðlæti, smáréttur

Equipment

  • Sous vide tæki
  • Töfrasproti

Ingredients
  

  • 2 eggjarauður
  • 200 g smjör
  • 2 tsk estragon frá Pottagöldrum
  • 2 tsk bernaise essence

Instructions
 

  • Setjið öll innihaldsefnin saman í poka - hægt að nota zip lock (reyna að lofttæma pokann) en ég setti í sérstakan poka sem fer í lofttæmingarvél
  • Stillið sous vide á 56 gráður (hægt að elda við 56-58 gráður)
  • Setjið pokann ofaní vatnið og festið hann við fatið sem þið eruð að nota með klemmu svo að hann sé ekki á stöðugri hreyfingu og að vatn komist inn - ef vatn kemst inn þá er sósan ónýt og virkar ekki að þeyta hana
  • Þegar klukkutími er liðinn, opnið pokann og setjið allt sem var í pokanum í skál og þeytið með töfrasprota (ekki handþeytara - virkar ekki)
  • Ættuð að sjá sósuna myndast strax, tekur aðeins nokkrar sekúndur

Notes

Auðvelt er að stækka og minnka uppskriftina eftir því hversu margir eru í mat.
Minnsta útgáfan af þessu sem ég hef gert var 1 eggjarauða á móti 100g smjöri og var það akkurat skammtur fyrir 2 - ekkert auka. 
Stærsta útgáfan sem ég hef gert voru 5 eggjarauður á móti 500g af smjöri. Það var fyrir áramótaboð og vorum við 10 fullorðin að borða ásamt börnum. 
Keyword bernaise sósa, meðlæti, sósa