Skerið bananana til helminga og langsum í tvennt svo að það verði 4 bitar frá hverjum banana
Smyrjið bananana með hnetusmjöri og dreyfið svo salthnetunum yfir
Bræðið VALOR súkkulaðið og setjið yfir bananana
Setjið inn í frysti í að minnsta kosti 2 tíma áður en þið borðið svo að bananarnir séu orðnir ágætlega vel frosnir í gegn
Geymið í frysti
Notes
Fjöldi banana, magn af hnetusmjöri, salthnetum og súkkulaði er algjörlega persónubundið og fer eftir smekk hvers og eins. Hægt að leika sér með þessa uppskrift og þessvegna skipta út hnetusmjörinu fyrir annað eins og t.d. möndlusmjör.