Go Back
vegan píta með hreinu soja kjöti vegan og vegan pítu sósu

Grænmetispíta með heimagerðri pítusósu - vegan

/ færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra
Prep Time 20 mins
Cook Time 10 mins
Total Time 30 mins
Course aðalréttur, kvöldmatur

Ingredients
  

 • 3 pítubrauð við borðum 1 og hálfa pítu á mann
 • 280 g hreint soja kjöt ég notaði Oumph! The Chunck
 • 2 msk Rótargrænmetið frá Pottagöldrum
 • 90 g salat blanda
 • 10 kirsuberja tómatar
 • 1/4 rauðlaukur
 • sriracha sósa má sleppa

Pítusósa

 • 3 msk vegan majónes
 • 2 tsk Herbs de Provence frá Pottagöldrum

Instructions
 

 • Steikið soja kjötið upp úr smá olíu og kryddið með Rótargrænmetis kryddinu frá Pottagöldrum
 • Skerið grænmetið eins og þið viljið hafa það og setjið í stóra kál
 • Blandið saman majónesi og Herbs de Provence frá Pottagöldrum
 • Ég notaði frosin pítubrauð svo ég hitaði þau í smá stund í ofni
 • Skerið sojakjötið í munnbitastærðir og setjið út í skálina með grænmetinu
 • Setjið pítusósuna út í skálina líka og blandið öllu vel saman
 • Ég sker píturnar í tvennt og set blönduna svo inn í - finnst ég koma meiru fyrir þannig og auðveldara að borða pítuna
 • Ég toppaði svo pítuna með smá sriracha sósu en það er ekki nauðsynlegt og má alveg sleppa. Mér finnst gott að hafa smá sterkt með pítunni :)
 • Berið fram einar og sér eða með góðum kartöflubátum
Keyword grænmetisréttur, pottagaldrar, vegan