Go Back
kebab vefja með kjúkling og jógúrtsósu

Kebab vefja með kjúkling og heimagerðri jógúrtsósu

/ færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra
Total Time 30 mins
Course aðalréttur, kvöldmatur
Cuisine Mediterranean
Servings 4 vefjur

Ingredients
  

Kjúklingur

 • 500 g kjúklingur ég notaði úrbeinuð kjúklingalæri
 • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
 • 1 dl hreint jógúrt
 • 1 msk ólífu olía
 • 1 msk tómat paste
 • 1/3 sítróna - börkur og safi
 • 1 msk Kebab krydd frá Pottagöldrum

Jógúrtsósa

 • 2 dl grískt jógúrt
 • 1 gúrka miðjan tekin frá
 • 1 pressaður hvítlauksgeiri
 • 1/3 sítróna - safi og börkur
 • 1 msk fersk mynta
 • 1/4 tsk Dill frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk flögusalt
 • 1/4 tsk svartur pipar

Vefja

 • 4 stórar tortillur
 • salatblöð
 • 200 g kirsuberjatómatar skornir í 4 bita
 • 1/4 rauðlaukur
 • sriracha sósa eftir smekk

Instructions
 

 • Setjið kjúklinginn í skál ásamt öllum hráefnunum sem eiga að fara með honum. Ef þið hafið tíma, er mjög gott að leyfa þessu að marinerast í góðan tíma. Ég setti kjúklinginn í marineringu kvöldið áður til þess að flýta fyrir en má líka elda strax.
 • Blandið öllu saman í jógúrt sósuna.
 • Steikið kjúklinginn á pönnu eða grillið.
 • Þegar kjúklingurinn er orðinn eldaður í gegn, takið af hitanum og skerið í litla bita.
 • Smyrjið vefjurnar með jógúrtsósunni og setjið kál, tómata, rauðlauk, kjúklinginn og sriracha sósu.
 • Lokið vefjunni og steikið á sömu heitu pönnunni og þið steiktuð kjúklinginn á. Nokkrar sek á hverri hlið þar til vefjan fer aðeins að brúnast.
 • Gott að bera fram með góðum frönskum :)

Notes

Ef þið viljið kjúklinginn aðeins sterkari mæli ég með að bæta við 1/4 tsk cayenna pipar frá Pottagöldrum í marinerninguna. 
Ef þið viljið ekki sterkt, t.d. til að gefa börnum þá mæli ég samt með að hafa einhverja aðra sósu á móti jógúrt sósunni í staðinn fyrir sriracha - eins og t.d. salsa sósa. 
Keyword jógúrtsósa, kebab, kjúklingur, vefja