Bræðið smjörið við vægan hita
Þeytið vel saman brædda smjörinu og sykrinum þar til blandað er orðin létt og ljós. Ég set hrærivélina á hæsta mögulega hraða og þetta tekur um 10-15 mínútur. Sjá mynd - áferðin á að vera orðin sirka svona.
Bætið við tveimur eggjum og þeytið aftur mjög vel, í að minnsta kosti 5 mínútur eða þar til blandan er aftur orðin létt og ljós. Sjá mynd.
Bræðið 150 g af rjómasúkkulaði og setjið út í. Blandið þar til deigið er ekki lengur röndótt.
Sigtið hveitið, kakóið og saltið og blandið varlega með sleif
Grófsaxið súkkulaði kringlurnar (ég tók nokkrar til hliðar til þess að skreyta ofaná), bætið út í og hrærið varlega með sleif
Setið bökunarpappír í eldfastmót og dreyfið vel úr deiginu svo að hún fylli í öll horn
Setjið hnetusmjörið yfir og notið pinna til að dreyfa aðeins úr því
Skreytið með súkkulaði kringlunum sem þið tókuð til hliðar
Inn í ofn við 170 gráður í 30 mínútur (undir og yfir hiti)
Setjið kökuna í kæli í að minnsta kosti 4 klst áður en hún er borin fram