Go Back

pizzasnúðar með rjómaosta fyllingu

/ færslan er unnin í samstarfi við pottagraldra
Prep Time 10 mins
Cook Time 35 mins
Hefun 1 hr
Total Time 1 hr 45 mins
Course millimál, nesti, snarl

Ingredients
  

 • 1 dl volg mjólk
 • 6 gr þurrger
 • 1 tsk hunang
 • 15 g brætt smjör
 • 1 egg
 • 4 dl hveiti
 • pizzasósa eftir smekk
 • 200 g rifinn ostur
 • rjómaostur eftir smekk
 • Heitt Pizzakrydd frá Pottagöldrum eftir smekk
 • Prima Donna eða Parmensan ostur eftir smekk

Instructions
 

 • Hitið mjólkina þar til hún er orðin volg (37 gráður ca) og blandið þurrgerinu saman við. Leyfið að standa í um það bil 5 mínútur.
 • Bætið hunanginu, egginu og smjörinu út í og hrærið létt saman.
 • Setjið krók á hrærivélina og setjið hveitið út í. Leyfið vélinni að hnoða deigið þar til kúla hefur myndast.
 • Leyfið að hefast í um það bil klukkustund eða þar til deigið hefur tvöfaldast.
 • Fletjið úr deiginu og setjið pizzasósu, rjómaostaklessur og rifinn ost.
 • Rúllið deiginu upp og skerið í snúða
 • Setjið snúðana í eldfast mót og kryddið með heita pizzakryddinu frá Pottagöldrum og rífið svo smá Prima Donna ost yfir.
 • Bakið við 175 gráður í 35 mínútur.

Notes

Ef þið fýlið ekki sterkt er alltaf hægt að skipta heita pizzakryddinu út fyrir venjulega pizzakryddið. 
Keyword heitt pizzakrydd, pottagaldrar, snúðar