Go Back

Hvítlauks og lime rækju taco með fersku salsa

/ færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra
Total Time 45 mins
Course aðalréttur, kvöldmatur
Cuisine mexíkóskt
Servings 2 manns

Ingredients
  

Hvítlauks og lime rækjur

 • 18 stk risa rækjur ég miða við 3 rækjur á taco
 • 4 hvítlauksrif
 • 1/2 lime safi og börkur
 • 1 tsk papriku krydd frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk cumin frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk hvítlauksduft frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk kóríanderlauf frá Pottagöldrum
 • 1/4 tsk salt
 • 1/4 tsk pipar
 • 1/8 tsk cayenna pipar frá Pottagöldrum
 • 1 msk ólífu olía

Ferskt salsa

 • 1 mangó
 • 1 miðlungs avocado
 • 1/4 rauðlaukur
 • 1/2 dl ferskur kóríander

Sósa

 • 2 msk sýrður rjómi
 • 2 msk majónes
 • 1/2 tsk hvítlauksduft frá Pottagöldrum
 • 1/2 tsk laukduft frá Pottagöldrum
 • 1/4 tsk cumin frá Pottagöldrum

Annað

 • 6 litlar tortillur ég miða við 3 á mann
 • hreinn fetaostur
 • sterk sósa ég notaði sriracha mayo
 • lime til að kreista yfir

Instructions
 

Hvítlauks og lime rækjur

 • Setjið rækjurnar í skál og blandið saman við kryddin, hvítlaukinn, olíuna og limeið
 • Leyfið að marinerast á meðan þið græjið salsað og sósuna
 • Steikið rækjurnar svo á pönnu

Ferskt salsa

 • Skerið mangó og avocado í litla teninga
 • Saxið rauðlaukinn og kóríanderinn smátt
 • Blandið öllu saman í skál

Sósa

 • Blandið öllu saman í skál

Loka skref

 • Stappið fetaost
 • Brjótið litlar tacos til helminga og steikið upp úr smá olíu
 • Setjið svo á tacoið sósuna, ferska salsað, rækjurnar, stappaða fetaostinn og sriracha mayones eða aðra sterka sósu

Notes

Ef börn eru að borða líka eða þið fýlið einfaldlega ekki sterkt - mæli ég með að sleppa cayenna piparnum í rækjurnar og sleppa sterku sósunni.
Keyword heimagert salsa, rækjur, taco