Smátt saxið laukinn, pressið hvítlaukinn og steikið í smá stund upp úr olíu á pönnu
Þegar laukurinn er orðinn mjúkur, bætið maukuðu tómötunum út á pönnuna ásamt ítalska pastakryddinu og chilliflögunum. Lækkið hitann og leyfið að malla í 10 mín
Setjið geitaostinn og basiliku út í sósuna og hrærið þar til geitaosturinn hefur bráðnað alveg
Takið af hitanum og hellið pastanu út á og hrærið allt vel saman
Berið fram með ferskri basiliku og jafnvel parmesan ef þið eigið hann til - alls ekki nauðsynlegt