Go Back

Butter chicken

/ uppskriftin var unnin í samstarfi við Mjólka
Total Time 30 mins
Course aðalréttur, kvöldmatur
Cuisine indverskt
Servings 2 manns

Ingredients
  

 • 500 g úrbeinuð kjúklingalæri
 • 2 msk hreinn kefir frá Mjólka
 • 1 1/2 tsk rifið engifer
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 1/2 msk garam masala
 • 1 tsk cumin
 • 1/2-1 tsk cayanne magn eftir smekk
 • 1 tsk túrmerik
 • 1 tsk salt
 • 2 msk grænmetisolía
 • 2 msk tómat paste
 • 1 dl tómat passata
 • 2 dl rjómi
 • 2 msk ósaltað smjör

Instructions
 

 • Skerið kjúklinginn í litla bita, setjið í skál og marinerið upp úr hreinum kefir og öllum kryddunum. Því lengur, því betra en líka hægt að steikja strax á pönnu
 • Hitið olíuna í potti og steikið tómat pasteið í smá stund
 • Bætið svo tómat passatau og rjómanum og leyfið að malla í smá stund
 • Á meðan steikið þið kjúklinginn upp úr smá olíu
 • Bætið smjörinu út í og þegar það er alveg bráðið og kjúklingurinn nánast full eldaður bætið þið kjúklingnum út í pottinn með sósunni
 • Lækkið hitann og leyfið að malla í um það til 10 mínútur eða svo
 • Berið fram með hrísgrjónum, naan, kóríander og hreinum kefir frá Mjólka

Notes

Ég mæli með að bera réttinn fram með heimatilbúna naan brauðinu mínu. Smelltu hér fyrir uppskrift. 
 
Auðvelt er að tvöfalda eða þrefalda uppskriftina. Ég elska að eiga afgang og borða í hádeginu daginn eftir, rétturinn er alveg jafn góður!
Keyword kjúklingur