Go Back
naan brauð með hvítlauk og kóríander

Naan

/ uppskriftin var unnin í samstarfi við Mjólka
Total Time 1 hour 30 minutes
Course meðlæti, smáréttur, snarl
Cuisine indverskt
Servings 8 brauð

Ingredients
  

  • 7 g þurrger
  • 1 msk sykur
  • 3 msk volgt vatn
  • 450 g hveiti
  • 1/2 dl hreinn kefir frá Mjólka
  • 2 dl volgt vatn
  • 1/2 dl ólífu olía
  • 1 tsk salt
  • grænmetisolía
  • 2 msk ósaltað smjör
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1/2 tsk salt
  • kóríander má sleppa

Instructions
 

  • Blandið saman þurrgeri, sykri og volgu vatni í skál og leggið viskastykki eða eldhúspappír yfir og leggið til hliðar í 10 mínútur á meðan þið setjið restina af hráefnunum í hrærivélaskálina
  • Í hrærivélaskálina setjið hveiti, hreinan kefir, volgt vatn, ólífu olíu og salt
  • Setjið þurrgersblönduna út í og setjið krók á hrærivélina. Ef deigið er of klístrað, bætið smá meira hveiti við
  • Þegar deigið er ekki lengur klístrað, létt olíuberið skálina og leyfið deiginu að hefast í um það bil klukkustund eða þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð
  • Á meðan deigið er að hefast er sniðugt að græja hvítlaukssmjörið. Bræðið smjörið og hrærið saman við hvítlauk og salti
  • Skiptið deiginu í 8 kúlur
  • Hitið smá olíu á pönnu - pannan á að vera MJÖG heit
  • Fletið úr deiginu með puttunum og olíubornum disk, eins þykkt/þunnt og þú vilt hafa það. Ég flet úr eitt og set á pönnuna og byrja svo að fletja út næsta á meðan hitt er á pönnunni
  • Þegar öll brauðin eru tilbúin, penslið þau með hvítlaukssmjörinu og stráið kóríander yfir

Notes

Berið fram með indverskum mat eins og til dæmis butter chicken - uppskrift hér
 
Ef það er afgangur, mæli ég með að borða brauðið innan sólarhrings. Geyma það í zip lock poka við stofuhita. Hita það svo upp í örbylgju.
Keyword brauð