Go Back
besta brownie uppskrift með hvítu súkkulaði

Brownie með hvítu súkkulaði

Prep Time 30 mins
Cook Time 30 mins
Kæling 4 hrs
Total Time 5 hrs
Course eftirréttur, smáréttur, veisla

Ingredients
  

 • 150 g brætt smjör
 • 250 g sykur
 • 2 egg
 • 150 g bráðið mjólkur súkkulaði
 • 100 g hveiti
 • 30 g kakó
 • 1 tsk salt
 • 150 g hvítt súkkulaði

Instructions
 

 • Bræðið smjörið við vægan hita
 • Þeytið vel saman brædda smjörinu og sykrinum þar til blandað er orðin létt og ljós. Ég set hrærivélina á hæsta mögulega hraða og þetta tekur um 10-15 mínútur.
 • Bætið við tveimur eggjum og þeytið aftur mjög vel, í að minnsta kosti 5 mínútur eða þar til blandan er aftur orðin létt og ljós
 • Bræðið 150 g af mjólkursúkkulaði og setjið út í. Blandið þar til deigið er ekki lengur röndótt.
 • Sigtið hveitið, kakóið og saltið og blandið varlega með sleif
 • Bætið við 150 g af hvítu súkkulaði og blandið aftur varlega saman við með sleifinni
 • Setið bökunarpappír í eldfastmót og dreyfið vel úr deiginu svo að hún fylli í öll horn
 • Inn í ofn við 170 gráður í 30 mínútur (undir og yfir hiti)
 • Setjið kökuna í kæli í að minnsta kosti 4 klst áður en hún er borin fram
 • Ég sker oft endana í burtu og ber aðeins fram sléttu og fallegu bitana

Notes

Ef þú ert að vinna þig nokkra daga fram í tímann er mjög sniðugt að skera kökuna í bita eins og þú vilt hafa hana og geyma í frysti. Taka hana svo út klst áður en þú ætlar að bera hana fram :)
 
Þegar ég hef búið kökuna til þá hef ég gert hana daginn áður en ég ætla að bera hana fram. Sett hana í kæli í að minnsta kosti 4 klst áður en ég sker hana í bita. Þegar ég sker hana svo í bita geri ég allt klárt, set hana á diskinn/bakkann sem ég ætla að bera þetta fram á og plastfilmu yfir.
Keyword bakstur, brownie, hvítt súkkulaði, kaka