Go Back

Tik Tok Pasta

Mín útgáfa af vinsæla Tik Tok pastanu
Prep Time 5 mins
Cook Time 40 mins
Total Time 45 mins
Course aðalréttur, hádegismatur, kvöldmatur
Servings 4 manns

Ingredients
  

 • 300 g kirsuberjatómatar
 • 2-3 hvítlauksgeirar
 • ólífu olía magn eftir smekk
 • salt, pipar, oregano og chili flögur magn eftir smekk
 • 1 fetakubbur eða 2 krukkur fetaostur í olíu (olían síuð frá)
 • basilika magn eftir smekk
 • 500 g pastaskrúfur
 • prima donna eða parmesan ostur

Instructions
 

 • Skolið tómatana og setjið þá í eldfast mót ásamt hvítlauknum.
 • Hellið nóg af ólífu olíu yfir og kryddið. Notið hendurnar til þess að nudda öllu vel saman.
 • Gerið pláss í miðjunni fyrir ostinn, kryddið hann svo með aðeins meira af oregano og setjið meiri ólífu olíu á hann.
 • Setjið þetta inn í ofn við 180 gráður í 40 mínútur.
 • Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á meðan.
 • Þegar tíminn er liðinn, takið tómatana og ostinn út. Stappið tómötunum og ostinum vel saman með gaffli svo að það verði að nokkurskonar sósu.
 • Bætið eldaða pastanu út í eldfasta mótið ásamt ferskri basiliku og blandið öllu vel saman.
 • Berið fram með prima donna osti eða parmesan osti.
Keyword auðvelt, fljótlegt, pasta