Go Back

Salsa með mangó og ástaraldin

Litríkt, ferskt og sætt salsa sem hentar vel með öllum mexíkóskum mat
Total Time 10 mins
Course meðlæti, smáréttur, snarl
Cuisine mexíkóskt
Servings 2 manns

Ingredients
  

 • 1/2 mangó
 • 2 ástaraldin
 • 1/2 paprika
 • 1/4 agúrka
 • 10 kirsuberja tómatar
 • 2 msk rauðlaukur
 • 2 msk kóríander
 • 1/2 lime safi og börkur
 • salt og pipar eftir smekk

Instructions
 

 • Skerið mangó, papriku, gúrku og tómata í teninga og setjið í skál
 • Kreistið ástaraldin út í skálina eða notið skeið til að veiða þau upp úr hýðinu
 • Saxið rauðlauk og kóríander smátt og setjið í skálina
 • Notið rifjárn og rífið börk af hálfu lime út í skálina og kreistið svo safann út í líka
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Blandið öllu saman með skeið og berið fram með uppáhalds tacoinu ykkar, mexíkóska réttnum eða jafnvel bara með snakki.

Notes

Auðvelt er að stækka uppskriftina ef fleiri en tveir eru í mat.
Þetta er ágætlega stór uppskrift sem meðlæti fyrir tvo en ég elska að eiga smá afgang og borða daginn eftir. 
Ef þið viljið vinna ykkur fram í tímann er hægt að græja salsað fyrr um daginn eða daginn áður og bera það svo fram. Salsað verður þá bragðsterkara eftir að það hefur fengið að liggja saman í kæli :) 
Keyword auðvelt, ávextir, grænmeti, salsa