Go Back

Klístraðir BBQ blómkálsvængir - vegan

/ færslan er unnin í samstarfi við Rafha
Prep Time 15 mins
Cook Time 10 mins
Franskar 10 mins
Total Time 35 mins
Course aðalréttur, meðlæti
Servings 4 manns

Equipment

 • Domo Air Fryer

Ingredients
  

Blómkál

 • 1 miðlungs blómkál
 • 2,5 dl hveiti
 • 2,5 dl plöntumjólk ég notaði haframjólk
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk laukduft
 • 1 tsk hvítlauksduft
 • 5 dl panko brauðrasp gæti þurft meira/minna
 • 500 ml sweet BBQ sósa

Sætar franskar

 • 1 poki frosnar sætar franskar
 • salt eftir smekk

Hvítlaukssósa

 • 2 dl vegan majónes
 • 3 pressaðir hvítlauksgeirar
 • 2 msk sítrónusafi
 • 2 tsk salt
 • 1 tsk pipar

Instructions
 

Blómkál

 • Hitið air fryerinn við 200 gráður
 • Skerið blómkálið niður í munnbita
 • Blandið saman hveiti, plöntumjólk, salti, laukdufti og hvítlauksdufti í skál og pískrið saman. Þetta á að vera á þykkt við pönnukökudeig.
 • Í aðra skál, setjið panko brauðrasp
 • Setjið blómkálið ofan í deigið og veltið svo upp úr brauðraspinum
 • Raðið blómkálinu í air fryer körfuna, ekki of marga í einu - ég byrjaði á að air frya helminginn og svo restina
 • Hitið í 10 mínútur - opnið air fryerinn eftir 5 mínútur og hristið aðeins körfuna svo að bitarnir snúist við og brúnist á öllum hliðum
 • Setjið í skál og veltið upp úr sætri BBQ sósu

Sætar franskar

 • Hitið air fryerinn við 200 gráður
 • Hellið frönskunum í körfuna, mega alveg fara ofaná hvor aðra
 • Hitið í 10 mínútur eða þar til endarnir eru farnir að dekkjast - opnið air fryerinn eftir 5 mínútur og hristið aðeins körfuna svo að franskarnar snúist við og brúnist á báðum hliðum
 • Saltið eftir smekk þegar þær eru tilbúnar

Hvítlaukssósa

 • Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið

Notes

Prófið að skipta frönskunum út fyrir hrísgrjón og toppið blómkálið með vorlauk og sesam fræjum.
Keyword airfryer, grænmetisréttur, vegan