Blandið saman volgu vatni og þurrgeri. Leyfið að standa í 5 mínútur.
Í stóra skál, blandið saman hveiti og salti.
Bætið þurrgersblöndunni út í skálina og hrærið vel með sleif.
Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið að hefast í klukkustund.
Þegar deigið er búið að hefast í 30 mínútur, stillið ofninn á 250 gráður og setjið tóman pottinn inn með lokinu á.
Þegar deigið er búið að hefast, takið pottinn úr ofninum og setjið deigið ofaní pottinn.
Setjið vel af Sesamgaldri frá Pottagöldrum yfir allt brauðið.
Setjið pottinn inn í ofninn með lokinu á í 35 mínútur.
Þegar 35 mínútur eru liðnar, takið lokið af og leyfið að bakast í 5 mínútur í viðbót.
Hellið brauðinu úr pottinum á bökunargrind og leyfið að kólna.
Njótið með ykkar uppáhalds áleggjum.