Go Back

Auðveldasta heimabakaða brauðið

/ færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra
Prep Time 10 mins
Cook Time 40 mins
Hefun 1 hr
Total Time 1 hr 50 mins
Course hádegismatur, morgunmatur

Equipment

 • Steypujárnspottur

Ingredients
  

 • 1 tsk þurrger
 • 1/2 l volgt vatn
 • 600 g hveiti
 • 1 msk salt
 • Sesamgaldur frá Pottagöldrum

Instructions
 

 • Blandið saman volgu vatni og þurrgeri. Leyfið að standa í 5 mínútur.
 • Í stóra skál, blandið saman hveiti og salti.
 • Bætið þurrgersblöndunni út í skálina og hrærið vel með sleif.
 • Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið að hefast í klukkustund.
 • Þegar deigið er búið að hefast í 30 mínútur, stillið ofninn á 250 gráður og setjið tóman pottinn inn með lokinu á.
 • Þegar deigið er búið að hefast, takið pottinn úr ofninum og setjið deigið ofaní pottinn.
 • Setjið vel af Sesamgaldri frá Pottagöldrum yfir allt brauðið.
 • Setjið pottinn inn í ofninn með lokinu á í 35 mínútur.
 • Þegar 35 mínútur eru liðnar, takið lokið af og leyfið að bakast í 5 mínútur í viðbót.
 • Hellið brauðinu úr pottinum á bökunargrind og leyfið að kólna.
 • Njótið með ykkar uppáhalds áleggjum.
Keyword auðvelt, bakstur, brauð