Um mig

Ég heiti Tinna Þorradóttir og er 26 ára, mamma Birnis og með annan lítinn gaur á leiðinni, búsett í Hafnarfirði með kærastanum mínum, Stefáni. Ef þú hefðir sagt mér fyrir 4 árum að ég myndi opna matarblogg hefði ég hlegið í andlitið á þér. Þá hafði ég litla sem enga reynslu í eldhúsinu og engan áhuga á því heldur.

Það gerðist eitthvað í mér þegar ég og Stefán byrjuðum að búa, ég fór að búa til innkaupaseðla og matseðla fyrir vikuna og höfum við haft viku matseðil nánast frá því að við byrjuðum saman. Áhuginn fór að aukast með tímanum og það alveg klárlega eitthvað sem ég fæ frá foreldrum mínum en vissi ekki að ég ætti í mér. Foreldrar mínir eru algjörir fagurkerar þegar það kemur að mat og vita það allir sem þekkja þau.

Ég hef verið á samfélagsmiðlum frá því árið 2014. Byrjaði þá fyrst með förðunarblogg út frá áhuga mínum á því. Í byrjun árs 2015 fór ég að læra förðun og útskrifaðist sem förðunarfræðingur úr Reykjavik Makeup School. Í kjölfarið á því opnaði ég snapchat sem átti upprunalega að vera bara um förðun, þegar snapchatið kom hætti ég að sinna blogginu. Fylgjendahópurinn á snapchat stækkaði hratt en instagram tók svo við. Ég færði mig alveg yfir á instagram árið 2019. Þá fór ég að sýna frá mataruppskriftum í instagram story. Boltinn fór að rúlla og er mest megið af efninu sem ég gef frá mér í dag matartengt. Mér fannst því við hæfi að opna matarblogg þar sem uppskriftinar mínar væru aðgengilegri heldur en í highlights á instagram.

Takk fyrir að skoða litla matarbloggið mitt!

Close
© 2021 tinnath
Close