*merktar eru vörur sem voru fengnar að gjöf eða samtarf
Mörgum konum finnst mjög erfitt að átta sig á hvað er gott að eiga fyrstu mánuðina með ungabarn. Ég ákvað að taka saman lista yfir þær vörur sem ég hef notað hvað mest fyrstu 6 mánuðina með Styrmi, sem er mitt annað barn. Ég vona innilega að þetta hjálpi einhverjum sem eiga von á barni á næstunni 🙂

- 1. Lansinoh brjóstaprumpan*
- Þetta er kannski eitthvað sem er ekki á lista fyrir margar að eiga frá upphafi en þar sem ég var að eignast mitt annað barn og notaði brjóstapumpu mikið fyrstu mánuðina með Birni fannst mér ég þurfa að eiga eina slíka frá degi eitt. Styrmir var mjög óútreiknanlegur fyrstu daganna og þurfti ég strax að grípa í hana eftir 5 daga skoðun þegar hann var alveg búinn á því eftir blóðprufu og steinsvaf loksins. Þá var ég alveg að springa og þurfti að tappa af. Ég var með smá rútínu fyrstu vikurnar að pumpa eftir fyrstu gjöf á morganna þegar hann lagði sig aftur og setti þá mjólkina inn í frysti til þess að eiga.
- 2. Lansinoh frystipokarnir*
- Þegar ég frysti mjólk nota ég alltaf Lansinoh pokanna. Þeir taka 180 ml og eru tvöfalt innsiglaðir. Auðveldir í notkun og ekkert mál að hella úr þeim þegar þarf.
- 3. Lansinoh mjólkursafnarinn*
- Eins og svo margar var ég mjög lausmjólka fyrstu vikurnar. Ég notaði þetta bæði þegar ég var að gefa og þegar ég var að pumpa mig, þá skellti ég þessu bara á hitt brjóstið á meðan ég var að gefa eða pumpa. Það er gott að hafa í huga að mjólkin sem kemur í safnarann er ekki eins fitumikil og þegar þú pumpar, því er gott að blanda úr safnaranum við pumpaða mjólk til þess að hafa rétt hlutföll. Ég hef heyrt að sumar nota það sem kemur í safnarann út í grauta sem er ótrúlega sniðugt líka!
- 4. Lansinoh fjölnota lekahlífar og einnota*
- Ég sá fyrir mér að nota aðeins fjölnota lekahlífarnar en ég var svo rosalega lausmjólka að það gekk ekki alltaf þar sem ég hafði ekki tíma til að henda þeim alltaf í vélina. Mér finnst þetta ótrúlega sniðug lausn, en mæli samt sem áður með að eiga líka einnota. Ég var alltaf með einn pakka í veskinu, just in case. Ef þú notar svo ekki allann pakkann þá er sniðugt að gefa mömmu í kringum sig sem er að fara að eiga svo að þær nýtist eitthvað og fari ekki ónotaðar í ruslið.
- 5. Lansinoh brjóstakremið*
- Ég þurfti aðeins að nota þetta fyrstu daganna þar en hefði ekki viljað vera án þess. Gott að setja á aumar geirvörtur fyrstu daganna en margar sem nota þetta lengur. Þetta er lítil túba og þarf ekki að nota mikið af þessu í einu. Einnig er hægt að nota þetta sem varasalva, mæli með!
- 6. Lansinoh hita og kælipokarnir*
- Svo nauðsynlegt að eiga að mínu mati fyrir stíflur fyrstu daganna. Veit ekki hvort það séu einhverjar hérna sem hafa lent í þessu eins og ég en ég er með brjóstarvefinn undir höndunum (?!). Það sem gerist fyrstu daganna í brjóstagjöf þá hjá mér er að ég fæ ekki stíflur í brjóstin heldur í handakrikanna. Alveg vel óþægilegt að eiga erfitt með að hafa hendurnar niðri og var ég með þessa poka undir höndunum nánast non stop fyrstu daganna ásamt því að reyna að nudda þetta úr. Þetta var í gangi frá ca 5-10 degi og voru pokarnir að bjarga mér!
Lansinoh vörur fást í apótekum og barnavöruverslunum. Frystipokarnir, brjóstakremin, lekahlífar og mjólkursafnarinn fást einnig í Krónunni.

- 7. Bugaboo fox2*
- Ég fékk þennan vagn í samstarfi með Petit og Bugaboo. Algjör drauma vagn að mínu mati. Vagninn er með snúningshjólum að framan sem er svo þægilegt (það er líka hægt að festa hjólin svo að þau snúist ekki eins og td ef það er mikill snjór). Bugabooinn er léttur og þægilegur í notkun. Hann pakkast auðveldlega saman og tekur nánast ekkert pláss í skotti ef þarf að ferðast með hann, ég tek vanalega hjólin af og set vagnstykkið saman svo hann sé sem minnstur. Eitt af því sem heillaði mig mest við Bugabooinn er hvað það er hægt að bæta við þægilegum aukahlutum á vagninn ef maður vill og það er búið að gera ráð fyrir þeim öllum á vagninn en tekur ekki eftir því ef þú ætlar ekki að gera það. Ég ætla aðeins að fara yfir aukahlutina sem við erum með :
- Systkinapallurinn*
- Þar sem við erum með einn eldri, fæddur 2018, fannst mér mikilvægt að það sem við myndum fá okkur myndi henta fyrir hann líka. Ég fór fram og til baka hvort ég ætti að taka systkinakerru eða systkinapall til að auðvelda mér lífið þegar ég myndi sækja Birni á leikskólann. Við búum nefnilega mjög nálægt leikskólanum og erum aðeins með einn bíl sem Stefán fer alltaf á í vinnuna og getur því komið uppá að ég þurfi að fara labbandi að sækja. Ég tók ákvörðun um að systkinapallurinn væri málið þar sem tvöföld kerra myndi kannski ekki þarfnast okkur til lengdar. Það hefur nefnilega verið stundum vesen þegar ég sótti hann labbandi þegar ég var ólétt og þurftum að labba saman til baka, þá var hann oft að leggjast í jörðina og neita að labba. Það hefur ekki ennþá komið uppá neitt vesen á leiðinni heim af leikskólanum þar sem honum finnst pallurinn mjög spennandi og finnst gaman að vera á honum. Mæli klárlega með að taka svoleiðis ef þið eruð með 2-3 ár á milli.
- Bílstólafestingar
- Það sem ég vissi ekki er að þú þarft ekki að vera með Bugaboo bílstól til þess að festa bílstólinn þinn á grindina. Ég ákvað að nýta stólinn sem ég var með fyrir Birni og keypti þá festingar sem pössuðu við hann. Ég elska að geta smellt bílstólnum á. Ég bý í fjölbýli með lyftu og bílakjallara og nota ég þetta nánast alltaf þegar ég er ein að fara með hann eitthvað. Hvort sem það er til læknis eða í búðarráp. Þá set ég allt sem ég er að taka með undir og þá þarf ég ekki að halda á neinu nema að keyra kerruna. Svo tek ég bara bílstólinn af, set hann í bílinn og set grindina saman með einu handtaki og í skottið.
- Regnplastið
- Veit ekki hvort það sé skrýtið að tala um regnplast en ég varð bara að koma því að. Þær mældu með því í Petit að kaupa regnplast. Það fylgir eitt með vagninum en svo er hægt að kaupa annað betra frá Bugaboo. Ég tók þær bara á orðinu og ég skil alveg afhverju þær mældu með því. Þetta er svo þægilegt regnplast þar sem það er hægt að renna því í miðjunni eins og þið sjáið á myndinni sem auðveldar svo mikið ef maður þar að laga snuddu eða annað. Það andar vel og myndast ekki móða inni í plastinu.
- Systkinapallurinn*
- Ég fékk þennan vagn í samstarfi með Petit og Bugaboo. Algjör drauma vagn að mínu mati. Vagninn er með snúningshjólum að framan sem er svo þægilegt (það er líka hægt að festa hjólin svo að þau snúist ekki eins og td ef það er mikill snjór). Bugabooinn er léttur og þægilegur í notkun. Hann pakkast auðveldlega saman og tekur nánast ekkert pláss í skotti ef þarf að ferðast með hann, ég tek vanalega hjólin af og set vagnstykkið saman svo hann sé sem minnstur. Eitt af því sem heillaði mig mest við Bugabooinn er hvað það er hægt að bæta við þægilegum aukahlutum á vagninn ef maður vill og það er búið að gera ráð fyrir þeim öllum á vagninn en tekur ekki eftir því ef þú ætlar ekki að gera það. Ég ætla aðeins að fara yfir aukahlutina sem við erum með :
Ýttu HÉR til þess að skoða Bugaboo úrvalið hjá Petit.

- 8. Ubbi bleyju caddy
- Áður en Birnir fæddist keyptum við lítinn bleyju caddy. Hann er örugglega eina sem hefur verið í daglegri notkun frá 2.maí 2018. Birnir er ennþá með bleyju og erum við að nota þetta fyrir þá báða núna. Við höfum aldrei verið með skiptiborð og skiptum við á þeim út um alla íbúð. Rúminu, sófanum, gólfinu, leikteppi – bara hvar sem er. Caddyinn er með allt – bleyjur, blautþurrkur, skiptidýnu og svo er lítil skúffa sem er hægt að geyma krem og svoleiðis.
- 9. Ubbi bleyju tunna
- Þegar Birnir var lítill settum við alltaf allar bleyjur í ruslatunnuna. Hún var fljót að stinka alla íbúðina og enduðum við með að þurfa að fá okkur nýtt eldhúsrusl þar sem það var svo mikil kúkalykt frá ruslinu. Eftir það fórum við að henda bleyjunni bara fyrir utan og svo þegar við fórum úr húsi settum við þær í ruslið úti. Það gekk þar sem við vorum í kjallaraíbúð, sá enginn fyrir utan hjá okkur. Þegar við fluttum svo í fjölbýli gátum við auðvitað ekki gert þetta og frekar langt að fara í ruslatunnu. Við ákváðum að fjárfesta í bleyjutunnu og ég get hiklaust mælt með því ef þið eruð í fjölbýli og komist ekki langt með kúkableyjurnar.
- 10. Taubleyjur
- Segir sig sjálft en eina sem ég hef að segja um þetta er að eiga NÓG af þeim! Birnir gubbaði ekki mikið en Styrmir gubbar nánast eftir hverja gjöf. Ég er alltaf að leita að einhverju til að þurrka honum með þar sem þetta gleymist á allskonar stöðum og er alltaf skítugt.
- 11. Snudda og snudduband
- Þetta segir sig sjálft en ég get ekki mælt meira með því að hafa snudduna í snuddubandi, það er ekkert meira þreytandi en að leita að snuddu svo ég hef hana nánast alltaf á honum jafnvel þó svo að hún sé ekki í notkun.
- 12. Bali og baðsæti
- Við erum með sama bala og við vorum með fyrir Birni. Hann er svo þægilegur þar sem er hægt að setja hann saman svo hann taki minna pláss. Birnir var í þessum bala alveg þangað til við fluttum hingað og þá var hann 2,5 ára. Við erum líka með baðsæti sem hann liggur í á meðan hann getur ekki setið sjálfur. Þetta sæti hjálpar manni að vera öruggari að mínu mati á meðan maður heldur í hann og að ég sé ekki að beita mér óþægilega þar sem við böðum hann í balanum ofaní baðinu. Merkið heitir Stokke.
- 13. Baby Björn burðarpoki
- Ég var með svona poka í láni þegar Birnir var lítill og notaði hann stundum, ekki eins mikið og ég þurfti með Styrmi fyrstu vikurnar. Ef þú ert með óvært barn þá getur þetta algjörlega bjargað geðheilsunni. Styrmir vildi alltaf vera í fangi og grét ef hann var settur annað. Ég var með hann í pokanum nánast allann daginn, hvort sem það var bara að horfa á sjónvarpið, ganga frá eða þvo þvott. Mæli með að skoða þessa lausn ef þið eruð með óvært barn sem vill bara vera í fangi

- 14. Konges Sløjd leikteppi*
- Þegar ég var með Birni lítinn þá var hann mjög snöggur að byjra að rúlla sér, var kominn út um alla íbuð mjög snemma. Ég man ég sá þetta leikteppi og dreymdi um það, bæði það hvað það er fallegt og hvað kanturinn er hentugur fyrir litla kalla sem elska að rúlla sér. Styrmir var reyndar ekki eins fljótur að rúlla sér en leikteppið hefur verið notað mjög mikið. Hægt er að taka leikgrindina af þegar börnin verða stærri og nota þá dýnuna sem leikhorn. Dótið á grindina fylgir ekki með en við áttum dót frá því að Birnir var lítill sem við keyptum í Petit á sínum tíma sem passaði ótrúlega vel við. Ekki skemmir svo hvað þetta passar vel inn í stofuna. Leikteppið fæst HÉR í Petit.
- 15. Konges Sløjd vasar
- Margar ættu að kannast við það að missa náttborðið sitt þegar ungbarnarúm kemur inn í herbergið. Ég hef oft séð mæður vera að kaupa svona vasa til þess að hafa skiptidót í ef það kæmu upp slys á næturnar sem er mjög sniðugt en ég hef verið að nota þetta í staðin fyrir náttborð. Ég geymi símann minn, airpodsin mín, hárteygjur og svoleiðis þarna ofaní í staðin fyrir að geyma þetta á gólfinu. Ýttu HÉR til þess að skoða
- 16. Brjóstagjafapúði
- Mæli með að heyra í vinkonum/fjölskyldu sem hafa átt börn fyrir hvort þær séu með brjóstagjafapúða einhverstaðar sem er ekki í notkun. Ég fékk púða frá frænku minni þegar ég var ólétt af Birni sem ég svaf með nánast alla meðgönguna, notaði hann síðan aðeins fyrstu daganna en hætti svo þar sem ég nennti aldrei að ná í hann. Ég lánaði hann svo áfram til systur minnar og frænku og fékk hann svo aftur þegar ég varð ólétt. Hann var orðinn lúinn og komið gat á hann svo ég keypti nýjan. Gæti ekki mælt meira með því að sofa með svona púða á meðgöngu og þægilegt (að mínu mati) fyrstu daganna í brjóstagjöf en það gerðist aftur það sama núna að ég nennti ekki að ná í hann fyrir hverja gjöf þar sem Styrmir var að drekka svo oft. Ég kíkti í appið og fyrstu daganna var ég að gefa honum brjóst 33-36x á dag!! Hann var alltaf svo óvær, drakk stutt í einu og ég var alllllltaf að gefa honum þannig púðinn týndist bara.
- 17. Baby nest
- Ég fékk baby nestið sem við erum með í baby shower gjöf frá vinkonum mínum þegar ég var ólétt að Birni, svo þægilegt að geyma svona hluti og nota sama fyrir bæði börn. Ég veit það eru allskonar baby nest þarna úti og finnst ég ekkert þurfa að mæla með því sem ég er með eitthvað sérstaklega en mig langaði að benda á að ef þið eruð að fara í bústað eða bara gista annarstaðar en heima hjá ykkur þá höfum við bara tekið babynestið með okkur svo að hann tengi við eitthvað, ég veit ekki hvort það sé 100% að virka þegar við höfum gert það en það hefur allavega ekki verið vesen að gista annarstaðar. Hann er þá bara í babynestinu í ferðarúmi eða á milli okkar í nestinu með sængina sína og bara allt eins og heima.
- 18. Neonate með myndavél
- Sumar kannski muna eftir því en ég setti inn spurningabox þegar ég var í barnapíutækis hugleiðingum. Það voru fleiri sem sögðu að myndavél væri óþarfi og að tækið án myndavélar væri með betra batterí. Ég ákvað samt að taka myndavélina og sé alls ekki eftir því! Ég nota þetta daglega. Ég fer t.d. labbandi á æfingu og Styrmir sofnar hann oftast en sefur ekki út æfinguna, þá er gott að hafa tækið til að vita hvort hann sé vaknaður eða aðeins að kvarta. Hann sofnar líka sjálfur á kvöldin í sínu rúmi svo það er líka þægilegt að sjá ef hann er að kvarta hvort það sé bara snudda sem vantar og þá þarf ég ekki að kveikja ljósið inni í herberginu. Ég var ekki með barnapíutæki með Birni þar sem við vorum í 55fm þá og heyrðist allt rosa vel og vorum ekki einu sinni með hurð á svefnherbergið. Núna erum við í helmingi stærri íbúð og með svalir og heyrist ekki mikið inn af svölunum svo þetta er klárlega eitthvað sem við gætum ekki verið án. Batteríið hefur verið smá að stríða okkur en ég hef ekki nennt að gera neitt í því.

- 19. Kúrubangsi
- Birnir var aldrei háður böngsum en ég þurfti að finna einhverja leið fyrir Styrmi til að halda suddunni sinni þar sem hann var alltaf að missa hana fyrstu vikurnar. Þegar hann var í ömmustólnum að sofna prófaði ég að láta lítinn bangsa sem heldur á mjúkum klút. Hann fer varla að sofa án þess að hafa klútinn núna, ég færi hann svo þegar hann er sofnaður. Það er eiginlega magnað hvað hann róast og augun snúast aftur þegar hann finnur fyrir bangsanum í höndunum og er að fikta í honum þegar hann er að sofna, svo sætt!

- 20. Ömmustóll
- Ég keypti þennan ömmustól á Amazon þegar ég var ólétt af Birni. Hann er frá merki sem heitir Tiny Love 3 in 1 bouncer. Hann var alltaf til hérna heima en finn hann hvergi. Það sem heillaði mig mest við þennan er hversu hár hann. Hann er í fullkominni hæð við sófann. Ég nota mest hæðastillingar 2 og 3. Þegar hann var yngri svaf hann stundum í stillingu númer 2. Tækið hefur titring og lög, eitt rólegt og eitt fjörugt. Núna eftir 2 börn er aðeins farið að sjá á honum, en samt sem áður verð ég að tala um hann hér líka þar sem hann er í daglegri notkun.
Takk fyrir að lesa – ég vona innilega að þessi listi hafi verið gagnlegur og nýtist þeim sem þurfa.
Ef þið hafið einhverjar spurningar, þá megið þið alltaf senda á mig á instagram @tinnath 🙂