Bolludagurinn nálgast og þá er um að gera að prófa sig áfram í vatnsdeigsbollum og fyllingum. Ég prófaði að gera vatnsdeigsbollur í fyrsta skipti og það kom mér ekkert smá á óvart hvað það var auðvelt. Ég hef alltaf miklað það fyrir mér sem ég hefði alls ekki þurft að gera. Ég notaði þessa HÉR uppskrift.
Ég veit ekki með ykkur en ég fæ alltaf smá valkvíða að velja bollur ef ég fer í bakarí. Ég tek bara eina af öllu svo ég geti smakkað allt. Ég bjó til 12 bollur og gerði þrjár mismunandi fyllingar, 4 af hverri sort, svo að ég gæti líka valið úr hérna heima.
Úr þessu urðu því þrjár fyllingar :
- NAMMIBOLLUR – fullkomnar krakkavænar bollur


- KARAMELLUBOLLUR – með jarðaberjum


- BANANABOLLUR – innblásnar af bananarjóma kökunni minni, ýttu HÉR fyrir þá uppskrift


Til þess að útbúa fyllingarnar þarf í grunninn 500 ml af þeyttum rjóma og skipta honum í þrennt. Fyllingarnar koma svo hér fyrir neðan.
Njótið og gleðilegan bolludag!

þrjár tegundir af bollum
Hráefni
NAMMIBOLLUR
- 4 vatnsdeigsbollur
- 1/3 af rjómanum
- berjasulta
- 1 dl Nóa Kropp frá Nóa Síríus
- 1 dl súkkulaðiperlur frá Nóa Síríus
- 1 dl flórsykur
- 1 msk kakó
- 1/2 tsk vanilludropar
- 1-2 msk vatn fer eftir hversu þykkan þú vilt hafa glassúrinn
KARAMELLUBOLLUR
- 4 vatnsdeigsbollur
- 1/3 af rjómanum
- 2 dl karamellukurl frá Nóa Síríus
- jarðaber
- 60 g parlín súkkulaði með saltkaramellu frá Nóa Síríus
- 3 msk rjómi
- 2 dl flórsykur
- 1/2 tsk vanilludropar
BANANABOLLUR
- 4 vatnsdeigsbollur
- 1/3 af rjómanum
- 1 banani
- 70 g rjómakúlur frá Nóa Síríus ca hálfur poki
- 2 msk rjómi
Aðferð
NAMMIBOLLUR
- Myljið Nóa Kropp og blandið saman við þeyttann rjómann ásamt súkkulaðiperlunum
- Blandið saman flórsykri, kakó, vanilludropum og vatni fyrir súkkulaði glassúr
- Fyllið bollurnar með sultu, rjóma og setjið súkkulaðiglassúr á toppinn
- Skreytið með súkkulaðiperlum
KARAMELLUBOLLUR
- Blandið karamellukurlinu við þeyttann rjómann
- Skerið jarðaberin
- Í lítinn pott, setjið parlín súkkulaði og 3 msk rjóma og bræðið við vægan hita. Þegar súkkulaðið hefur bráðnað alveg, bætið þið við flórsykrinum og vanilludropunum og pískrið saman þar til silki mjúkt
- Fyllið bollurnar með rjómanum, jarðaberjunum og smyrjið karamelluglassúrnum á toppinn
BANANABOLLUR
- Stappið banana með gaffli og blandið saman við þeyttann rjómann
- Í lítinn pott, blandið saman rjómakúlum og rjóma og bræðið við vægan hita
- Fyllið bollurnar með bananrjómanum og setjið rjómakúlusósuna á toppinn á bollunum