einfaldar pulled pork tacos á 20 mínútum

Það er eitthvað við pulled pork og ananas salsa – fullkomin blanda!

Tacos er uppáhalds maturinn minn, ein af ástæðunum er hvað er hægt að gera margar mismunandi útgáfur og hversu auðvelt það getur verið. Þessar tacos taka aðeins 20 mínútur og það eina sem þarf að gera er að setja kjötið inn í ofn og skera í salsað.

Færslan er unnin í samstarfi við Matlifun

Matlifun er íslenskt fyrirtæki sem gerir allar vörurnar sínar frá grunni í framleiðslueldhúsinu sínu á Akureyri.

Að gera pulled pork getur tekið langan tíma og elska ég að geta auðveldað mér eldamennskuna með því að kaupa tilbúið og nota tímann á meðan kjötið eldast að græja meðlætið. Pulled Pork frá Matlifun er frystivara sem kemur fulleldað svo þú þarft einfaldlega að skella því inn í ofn.

Vörurnar frá Matlifun getur þú fundið t.d. í Hagkaup.

Pulled pork tacos með ananas salsa

/ uppskriftin er unnin í samstarfi við Matlifun
Skammtar 3
Heildartími 20 minutes

Hráefni

 • 500 g Pulled Pork frá Matlifun
 • 9 litlar tortilla
 • 3 tómatar
 • 1/4 rauðlaukur
 • 1 lítil dós ananas
 • 1 jalapeno
 • 1 lime helmingur í salsa, safi + börkur, og hinn helmingurinn til að kreista yfir í lokin
 • salt
 • kóríander eftir smekk
 • 1/4 kubbur fetaostur

Aðferð

 • Takið plastið af pulled pork bakkanum og setjið inn í ofn við 180 gráður í 15-20 mínútur
 • Skerið í ananas salsað – tómatar, rauðlaukur, ananas, jalapeno, lime safi, lime börkur, salt og kóríander
 • Takið smá kóríander til hliðar til að setja ofaná tacoið í lokin
 • Stappið fetaostinn
 • Setjið tortillurnar í álpappír og inn í ofn með kjötinu þegar um 7 mínútur eru eftir
 • Þegar kjötið er tilbúið, takið það út ásamt tortillunum og byrjið að raða á
 • tortilla – pulled pork – ananas salsa – fetaostur – kóríander – lime safi
 • NJÓTIÐ!

Ráð

Þegar ég hef gert þessa uppskrift fyrir okkur tvö er afgangur fyrir einn daginn eftir – þessvegna er uppskriftin skráð fyrir þrjá. 
Ótrúlega gott daginn eftir líka 🙂 
Course: aðalréttur
Keyword: ananas salsa, matlifun, pulled pork, taco

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close