Banana og kanil smoothie

Fyrsta uppskrift í fæðingarorlofi. Mér fannst því tilvalið að setja inn uppskrift af smoothie sem ég er búin að vera að fá mér undanfarið í orlofinu. Ég á það til að gleyma því hvað það er auðvelt, fljótlegt og gott að fá sér smoothie í hádeginu ef maður hefur tíma til en þessi er ótrúlega einfaldur og fljótlegur. Líklegt er að þú eigir mikið af þessum hráefnum til heima hjá þér en öll þessi hráefni eru staðalbúnaður á okkar heimili, fyrir utan kannski möndlumjólkina en það er hægt að skipta henni út fyrir venjulega mjólk ef þið viljið – hef prófað það líka og ótrúlega gott. Ég reyni að velja plöntumjólk yfir venjulega mjólk þegar ég útbý smoothie.

Hráefnin sem þarf

Ég get verið svo föst í því að fá mér berja smoothie og er þessi smoothie svo góð tilbreyting. Ferskur og góður smoothie og kanillinn gerir hann svo hauslegan sem ég elska. Ég mæli með að þið prófið sem fyrst!

Banana og kanil smoothie

Skammtar 1 smoothie
Heildartími 5 minutes

Búnaður

  • Blandari

Hráefni

  • 1 frosinn banani ca 100g
  • 150 ml möndlumjólk eða aðra mjólk
  • 50 ml kalt vatn
  • 1 tsk hnetusmjör
  • 1 tsk chia fræ
  • 1/4 tsk kanill

Aðferð

  • Öllu blandað saman í blandara
Course: brunch, hádegismatur, morgunmatur
Keyword: smoothie

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close