Lakkrístoppar með Eitt Sett súkkulaði bitum

Ég er lítið fyrir smákökur en þegar það kemur að lakkrístoppum þá get ég ekki hætt. Ég baka bara eina sort fyrir jólin og það eru lakkrístoppar. Hér kemur uppskrift af þessum klassísku lakkrístoppum nema smá breyting á innihaldinu. Eftir að eitt sett plöturnar komu í sölu núna í haust vissi ég að ég varð að prófa að setja það í lakkrístoppa þar sem það er mitt uppáhalds súkkulaði og mínar uppáhalds jólakökur – fullkomin blanda.

Færslan er unnin í samstarfi við Nóa Síríus

Lakkrístoppar með Eitt Sett súkkulaði bitum

/ færslan er unnin í samstarfi við Nóa Síríus
Skammtar 24 toppar
Undirbúningur 30 minutes
Eldunartími 20 minutes
Kæling 10 minutes
Heildartími 1 hour

Hráefni

  • 3 eggjahvítur (1 dl eggjahvítur úr brúsa)
  • 200 g púðursykur
  • 300 g Eitt Sett plötur frá Nóa Síríus (tvær plötur)

Aðferð

  • Hitið ofninn – 150 gráður
  • Í tandurhreina skál – þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru farnar að freyða aðeins
  • Bætið púðursykrinum útí í skömmtum
  • Þegar allur púðursykurinn er kominn út í leyfi ég hrærivélinni að þeyta allt saman í góða stund þar til að blandan er orðin stífþeytt – ættir að geta hvolft skálinni án þess að blandan haggist
  • Skerið Eitt Sett plöturnar smátt og blandið varlega út í með sleif
  • Setjið á bökunarplötu – ca ein tsk hver toppur
  • Inn í ofn í 15-20 mínútur (fer eftir ofnum) – ég baka mína toppa í 17 mínútur
  • Takið úr ofninum og færið toppana yfir á bökunargrind svo að topparnir nái að kólna
Course: eftirréttur
Cuisine: íslenskt
Keyword: bakstur

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close