Eftir að ég uppgötvaði geitaost í sumar hef ég reynt að finna leið til þess að borða hann með öllu. Þessi smyrja er fullkomin sem forréttur, snarl eða bara millimál. Ótrúlega auðveld, fljótleg og magnið af öllu fer algjörlega eftir smekk. Ég er hinsvegar bara með sýnidæmi hérna á myndunum þar, ég kláraði þetta ein á mjög stuttum tíma!
Ég borðaði smyrjuna með Sigdal Crackers en það eru lítil hrökkbrauð í bita stærðum. Aðal innihaldsefnin í þeim eru fræ – sólblómafræ, hörfræ og sesamfræ. Það eru til 4 tegundir og eru þær allar vottaðar vegan og 100% náttúrulegar. Sigdal Crackers kemur svo í nokkrum bragðtegundum eins og :
- Italian Spice – með tómat, oregano og chilli bragði
- Everything – með lauk og hvítlauks bragði
- Herbs & Sea salt – með jurta og salt bragði
- Tómato, Garlic & Chives – með tómat, hvítlauks og graslauks bragði (þessi bragðtegund er líka glútenlaus)
Þú finnur Sigdal Crackers m.a. á Heilsudögum í Hagkaup sem standa yfir núna 9-19.september.



hunangs geitaosta smyrja
Hráefni
- mjúkur geitaostur
- hunang
- basilika
- Sigdal Crackers
Aðferð
- Setjið geitaostinn í skál eða á bakka
- Saxið basiliku smátt og dreyfið yfir
- Hunang yfir allt