Ótrúlega einföld og góð fetaostasmyrja sem er hægt að bera fram í næsta brunch boði eða jafnvel sem forrétt í næsta matarboði.

Fetaosta smyrja
/ uppskriftin var unnin í samstarfi við Mjólka
Hráefni
- 1 krukka salat ostur í olíu frá Mjólka
- 2 msk hreinn rjómaostur
- 1/2 tsk salt
- hunang magn eftir smekk
- pistasíuhnetur magn eftir smekk
- vorlaukur magn eftir smekk
- smá af chili flögum má sleppa
Aðferð
- Síið olíuna frá ostinum
- Í skál – setjið ostinn, rjómaostinn og saltið og blandið saman þar til blandan er orðin mjúk. Ég notaði matvinnsluvél fyrir smooth áferð en það er líka hægt að nota töfrasprota eða jafnvel bara stappa fetaostinn með gaffli og blanda svo rjómaostinum og saltinu við, áferðin verður ekki jafn smooth þá en bragðið er það sama
- Setjið fetaosta smyrjuna í skál og búið til holu í miðjunni fyrir hunangið
- Setjið hunangið í miðjuna
- Myljið hneturnar í litla bita og saxið vorlaukinn smátt – ég kramdi mínar hnetur með mortel
- Stráið smá af chili flögum yfir – má sleppa
- Berið fram með fersku snittubrauði eða uppáhalds kexinu ykkar
ef þú prófar þessa uppskrift máttu endilega deila því með mér með því að senda mér mynd á instagram eða jafnvel tagga mig í story @tinnath