BESTA ostasalatið!

Það er ekkert í heiminum betra en gott ostasalat. Ef ég mætti þá myndi ég borða þetta eintómt sem máltíð, svo gott er það. Ef ég man rétt, þá var þetta ostasalat fyrsta uppskriftin sem ég deildi á mínum miðlum. Ég var oft að sýna frá þessu á snapchat á sínum tíma þegar mamma var að búa þetta til. Ég deildi uppskriftinni seint þar sem ég bjó það aldrei til sjálf og vildi ekki vita uppskriftina þar sem ég var hrædd um að ég myndi búa þetta til og borða þetta allt í einu, alein.

Þetta ostasalat er aðeins frábrugðið öðrum ostasalötum þar sem það er 50/50 af sýrðum rjóma og majónesi og einnig er ein dós af ananas kurli sem er algjör game changer. Um leið og þú prófar þetta þá áttu eftir að hætta að gera allar aðrar aðferðir, þessi er einfaldlega BEST.

Ostasalat

Heildartími 15 minutes

Hráefni

 • 1 dós 18% sýrður rjómi
 • 180 g majónes
 • 1 hvítlauksostur
 • 1 mexíkóostur
 • 1 rauð paprika
 • 1 blaðlaukur eða 3-4 vorlaukar
 • 1 dós ananas kurl safinn síaður frá
 • vínber magn eftir smekk

Aðferð

 • Majónesi og sýrðum rjóma blandað saman í skál
 • Osturinn, paprikan, blaðlaukurinn og vínberin skorin smátt
 • Öllu blandað saman í skál
 • Borið fram með uppáhalds kexinu ykkar eða góðu súrdeigsbrauði

Ráð

Mér finnst salatið best þegar það hefur fengið að vera í ísskáp yfir nótt en auðvitað hægt að bera það strax fram líka 🙂 
Course: smáréttur, snarl, veisla
Keyword: auðvelt

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close