tik tok krispí pasta snakk með fetaosta ídýfu

Ég elska þegar það koma upp matar trend á Tik Tok. Margir kannski muna eftir að fyrra á þessu ári voru allir að gera fetaosta pastað (sjá uppskrift HÉR).

Nýjasta æðið er líka tengt pasta en í þetta skipti, krispí air fryed pasta snakk. Hljómar mjög sérstakt en ég verð að segja, kom mér virkilega á óvart. Ég bar snakkið svo fram með heimagerðri fetaosta ídýfu sem passaði ótrúlega vel saman við.

Ítalska pastakryddið frá Pottagöldum inniheldur :

  • steinselju
  • paprikuduft
  • hvítlauksduft
  • oreganó
  • majoram
  • basiliku
  • salvíu

Fullkomin blanda í allskonar ítalska rétti 🙂

Smelltu HÉR til þess að sjá kennslumyndbandið sem ég setti inn á Tik Tok.

Færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra

tik tok krispí pasta snakk með fetaosta ídýfu

/ færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra
Heildartími 30 minutes

Hráefni

Pasta

  • 250 g pasta ég notaði mini pasta skrúfur en mæli með að nota stærra pasta
  • 1 msk ólífu olía
  • 1/2 dl rifinn prima donna ostur eða parmesan
  • 1 tsk ítalskt pastakrydd frá Pottagöldrum
  • 1/2 tsk hvítlauksduft frá Pottagöldrum
  • salt og pipar eftir smekk

Fetaosta ídýfa

  • 50 g hreinn fetaostur
  • 1 msk rjómaostur
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 2 msk ólífu olía
  • 1 msk hunang

Aðferð

Pasta

  • Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum og saltið vatnið vel
  • Setjið soðna pastað í stóra skál og blandið saman við olíunni, ostinum, ítalska pastakryddinu, hvítlauksduftinu, salti og pipar
  • Setjið í air fryer við 200 gráður í um það bil 10-15 mínútur og hristið vel í skúffunni 2-3x svo að allt pastað nái að verða krispí

Fetaosta ídýfa

  • Blandið innihaldsefninum saman í matvinnsluvél eða töfrasprota
  • Matvinnsluvél fyrir smooth áferð en töfrasprota fyrir meira chuncky

Ráð

Ég sá eina á Tik Tok gera svona pasta án þess að hafa air fryer. Þá hitaði hún pastað á bökunarplötu við 220 gráður. Fyrst í 8 mínútur, velti svo pastanu og svo aftur í 5 mínútur. 
Ég hef ekki prófað þessa aðferð, gæti farið eftir ofnum hversu lengi pastað þarf að vera inni svo ég mæli með að fylgjast vel með 🙂 
Course: millimál, snarl
Cuisine: amerískt
Keyword: airfryer, pottagaldrar, snakk

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close