Uppáhaldið mitt við grillmat eru góðar kartöflur. Ég er miklu meira fyrir meðlætið heldur en kjötið sjálft. Þú gætir boðið mér í mat og boðið uppá kartöflur með góðri sósu og ég væri meira en sátt!
Ég útbjó þessar kartöflur í gærkvöldi og þær kláruðust upp til agna. Kryddaðar með hreinu kryddunum frá Pottagöldrum og toppaðar með smá af rifnum osti til þess að setja punktinn yfir i’ið.
Mæli með að prófa næst með grillmatnum!


kramdar kartöflur með kryddblöndu og osti
/ færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra
Hráefni
- 500 g litlar kartöflur
- 1/2 dl ólífu olía
- 60 g smjör brætt
- 2 msk kóríanderlauf frá Pottagöldrum
- 2 tsk hvítlauksduft frá Pottagöldrum
- 2 tsk laukduft frá Pottagöldrum
- 2 tsk papriku krydd frá Pottagöldrum
- 1 tsk salt
- 1/2 tsk pipar
- parmesan ostur eða prima donna ostur magn eftir smekk
Aðferð
- Sjóðið kartöflurnar í um það bil 12 mínútur eða þar til þær eru "fork tender"
- Blandið saman í skál olíu, bræddu smjöri og öllum kryddunum
- Aðskiljið vatnið og kartöflurnar og setjið kartöflurnar í stóra skál
- Hellið kryddblöndunni yfir kartöflurnar og blandið vel saman
- Hellið kartöflunum á bökunarplötu og kremjið þær aðeins með botninum á glasi eða kartöflustappara ef þið eigið svoleiðis
- Inn í ofn við 180 gráður í um það bil 40 mínútur – þegar 20 mínútur eru liðnar, setjið smá ost yfir kartöflurnar
- Þegar kartöflurnar eru tilbúnar og komnar í ílátið sem þið ætlið að bera þær fram í, setjið smá meira af ost yfir