Heimagert naan

Stundum er maður í stuði til þess að gera allt frá grunni og stundum ekki. Ég kaupi oft tilbúið naan en það er ekki nærrum því jafn skemmtilegt að borða það og þitt eigið heimatilbúna naan. Ég mæli með að prófa þessa uppskrift næst þegar þú ert með indverskan mat.

Naan

/ uppskriftin var unnin í samstarfi við Mjólka
Skammtar 8 brauð
Heildartími 1 hour 30 minutes

Hráefni

  • 7 g þurrger
  • 1 msk sykur
  • 3 msk volgt vatn
  • 450 g hveiti
  • 1/2 dl hreinn kefir frá Mjólka
  • 2 dl volgt vatn
  • 1/2 dl ólífu olía
  • 1 tsk salt
  • grænmetisolía
  • 2 msk ósaltað smjör
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1/2 tsk salt
  • kóríander má sleppa

Aðferð

  • Blandið saman þurrgeri, sykri og volgu vatni í skál og leggið viskastykki eða eldhúspappír yfir og leggið til hliðar í 10 mínútur á meðan þið setjið restina af hráefnunum í hrærivélaskálina
  • Í hrærivélaskálina setjið hveiti, hreinan kefir, volgt vatn, ólífu olíu og salt
  • Setjið þurrgersblönduna út í og setjið krók á hrærivélina. Ef deigið er of klístrað, bætið smá meira hveiti við
  • Þegar deigið er ekki lengur klístrað, létt olíuberið skálina og leyfið deiginu að hefast í um það bil klukkustund eða þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð
  • Á meðan deigið er að hefast er sniðugt að græja hvítlaukssmjörið. Bræðið smjörið og hrærið saman við hvítlauk og salti
  • Skiptið deiginu í 8 kúlur
  • Hitið smá olíu á pönnu – pannan á að vera MJÖG heit
  • Fletið úr deiginu með puttunum og olíubornum disk, eins þykkt/þunnt og þú vilt hafa það. Ég flet úr eitt og set á pönnuna og byrja svo að fletja út næsta á meðan hitt er á pönnunni
  • Þegar öll brauðin eru tilbúin, penslið þau með hvítlaukssmjörinu og stráið kóríander yfir

Ráð

Berið fram með indverskum mat eins og til dæmis butter chicken – uppskrift hér
 
Ef það er afgangur, mæli ég með að borða brauðið innan sólarhrings. Geyma það í zip lock poka við stofuhita. Hita það svo upp í örbylgju.
Course: meðlæti, smáréttur, snarl
Cuisine: indverskt
Keyword: brauð

Join the Conversation

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close