Ég elska hummus! Ég hef verið að prófa mig áfram með heimagerðan hummus seinustu mánuði og hefur það aldrei staðist mínar væntingar. Bæði tímalega séð og áferðin. Ég fékk fyrr í mánuðinum nýjar vörur til þess að prófa frá Odd Pods en það eru tilbúnar baunir. Ég prófaði að nota þær í hummus og vá, áferðin varð fullkomin. Ein af ástæðunum afhverju mér fannst þægilegra að nota þær en ekki þær sem eru í dós er vegna þess að það er búið að taka húðina utan af þeim, það getur verið það tímafrekasta í því að búa til hummus.

Til þess að ná fullkominni áferð á hummusinn er tvennt sem ég hef lært sem er algjör game changer að mínu mati en það er :
- sjóða kjúklingabaunirnar fyrst með smá matarsóda – kemur í veg fyrir chuncky áferð í matvinnsluvélinni
- að setja klaka í matvinnsluvélina á meðan hún er að vinna – gerir áferðina silki mjúka
Ég bar hummusinn fram með litlum hrökk kex kökum, gúrku og gulrót. Fullkomið í útileguna!
Vörurnar frá Odd Pods eru nýjar á markaði á Íslandi og fást í Nettó.


silki mjúkur heimagerður hummus
Búnaður
- Matvinnsluvél
Hráefni
- 2 pokar kjúklingabaunir frá Odd Pods
- 1 tsk matarsódi
- 1 hvítlauksgeiri
- 2 klakar ekki sleppa þessu – gerir hummusinn mýkri
- 2 msk tahini
- safi úr hálfri sítrínu
- 1/4 tsk cumin
- 1/8 tsk salt
- ólífu olía
- krydd að eigin vali ég setti sítrónupipar
Aðferð
- Byrjið á því að setja kjúklingabaunirna í pott með matarsóda. Setjið vatn í pottinn og leyfið suðunni að koma upp – leyfið að sjóða í um það bil 10 mínútur.
- Síið vatnið frá og skolið með smá köldu vatni
- Setjið baunirnar í matvinnsluvélina ásamt hvítlauksgeiranum. Leyfið vélinni að vinna þar til baunirnar eru orðnar að mauki.
- Á meðan vélin er í gangi bætið við tahini, klökum, sítrónusafa, cumin og salti. Leyfið vélinni að vinna í 4-5 mínútur þar til þið eruð orðin ánægð með áferðina og hún silki mjúk.
- Setjið hummusinn í skál og búið til smá holu í miðjunni. Setjið góða ólífu olíu í miðjuna og setjið krydd eftir smekk. Ég persónulega elska að setja sítrónupipar og ef ég vil aðeins sterkt með set ég líka cayanne.