Hnetusmjörs smoothie skál

Ég elska að fá mér smoothie skál. Fullkominn hádegismatur að mínu mati eða sem kvöldmatur þegar ég nenni ekki að elda. Það er ekki langt síðan að ég uppgötvaði hnetusmjör, ég trúði því í mörg ár að hnetur væru vondar bara af því að eldri systir mín borðaði þær ekki. Hún hafði heldur betur rangt fyrir sér þar sem þetta er eitt það besta sem ég fæ í dag – hnetusmjör, möndlusmjör, öll þessi creamy smjör sem er hægt að fá í dag NAMM.

Ég var alls ekki að finna upp hjólið með þessa uppskrift enda er hún innblásin af mörgum svipuðum skálum sem ég hef fengið í boost búðum út í bæ, flest allar hafa svipaða uppskrift og þessa.

Ég er með tvö ráð sem eru algjör lykilatriði þegar það kemur að því að gera þykkar og góðar skálar heima.

  1. Nota matvinnsluvél eða GÓÐAN blandara. Lykillinn til þess að ná þessari góðu áferð er að hafa lítinn sem engan vökva, eins og í þessari uppskrift og því þarftu góða vél til þess að blanda.
  2. Ef þú pælir aðeins í því þegar þú ert að kaupa þér svona skál og horfa á starfsmanninn búa til skálina, þá eru þau að taka vörurnar upp úr kæliborði. Frosnu ávextirnir því ekki alveg glerharðir en létt frosnir samt sem áður. Ég prófaði að taka frosnu ávextina úr frysti og leyfði því að standa við stofuhita í um það bil 10 mínútur áður en ég blandaði öllu saman og það auðveldaði blöndunina mjög mikið að leyfa þeim aaaðeins að þiðna áður.

Hnetusmjörs smoothie skál

/ uppskriftin var unnin í samstarfi við Mjólka
Skammtar 1
Heildartími 15 minutes

Búnaður

  • Matvinnsluvél eða GÓÐUR blandari

Hráefni

  • 1 bolli frosið mangó
  • 1 bolli frosinn banani
  • 1-2 msk hreinn kefir frá Mjólka
  • 1 msk hnetusmjör
  • 2 ferskar döðlur

Aðferð

  • Leyfið ávöxtunum að þiðna í um það bil 10 mínútur áður en þið setjið allt í vélina
  • Á meðan ávextirnir þiðna, skerið niður þá ávexti sem þið ætlið að skreyta skálina með
  • Setjið öll innihaldsefnin í vélina sem þið ætlið að nota og setjið vélina af stað. Stoppið þegar blandan er komin með "ís-áferð"
  • Setjið blönduna í skál og skreytið skálina með. Ég skreyti með ávöxtum, granóla, meira hnetusmjöri og stundum saxa ég niður smá dökkt súkkulaði og strái yfir.

Ráð

Ég geri stundum þessa uppskrift þá set blönduna í tvær litlar skálar svo að það sé pláss fyrir meira með hádegismatnum, eins og t.d. crossant eða avocado toast. 
Course: hádegismatur, millimál, morgunmatur

ef þú prófar þessa uppskrift máttu endilega deila því með mér með því að senda mér mynd á instagram eða jafnvel tagga mig í story @tinnath

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close