Döðlugott með hindberjatrompbitum og saltlakkrís

Í sumar kom út nýtt súkkulaði frá Nóa Síríus, rjómasúkkulaði með hindberjatrompbitum og saltlakkrís. Blandan kemur virkilega á óvart og datt mér í hug að það gæti verið gott að nota það í döðlugott, sem það svo sannarlega var! Ég elska að eiga smá nammi inni í frysti en persónulega finnst mér kalt nammi lang best og því döðlugott eitt af mínu uppáhalds. Þægilegt að eiga inni í frysti þegar maður fær óvænta heimsókn eða þá bara að njóta með kaffibollanum sínum á rólegum stundum.

Njótið vel x

Döðlugott með hindberjatrompbitum og saltlakkrís

/ færslan er unnin í samstarfi með Nóa Síríus
Undirbúningur 30 minutes
Frystir 2 hours
Heildartími 2 hours 30 minutes

Hráefni

  • 500 g saxaðar döðlur
  • 200 g smjör
  • 100 g púðursykur
  • 120 g Rice Krispies
  • 150 g rjómasúkkulaði með hindberjatrompbitum og saltlakkrís frá Nóa Síríus
  • 300 g rjómasúkkulaði frá Nóa Síríus má skipta út fyrir suðusúkkulaði

Aðferð

  • Bræðið döðlur, smjör, púðursykur og rjómasúkkulaðið með hinberjatrompbitunum í potti við vægan hita
  • Þegar allt orðið að einu mauki og smjörið hætt að skilja sig, takið af hellunni
  • Setjið Rice Krispies út í pottinn í 2-3 pörtum
  • Pappírsklæðið kökuform eða eldfast mót og setjið blönduna út í og þjappið vel ofan í formið (mitt form var 36×27 cm)
  • Bræðið mjólkursúkkulaði og hellið yfir
  • Setjið inn i frysti í 1-2 klst
  • Skerið í litla bita og geymið í frysti þar til þið ætlið að bera fram 🙂
Course: nammi, smáréttur, snarl, veisla
Keyword: nammi, nói síríus

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close