Nammi og ostabakkinn sem allir borða!

Ég elska að mæta í boð eða veislu þar sem er ostabakki. Ég er ennþá að læra að borða allar tegundir af ostum og reyni því að hafa ostabakkana mína aðeins með hráefnum sem ég borða. Ég ætla að deila með ykkur þessum sem ég gerði um helgina, hann kláraðist upp til agna. Það geta allir fundið sér eitthvað á þessum baka sem þeim finnst gott, ef ekki bara allt saman 🙂

Það er hægt að leika sér svo mikið með ostabakka og í þetta skiptið blandaði ég saman Pringles, súkkulaði frá Nóa Síríus, ávöxtum, tveimur tegundum af ostum, sultu, hunangi, kexi og salami. (mæli með að skoða video hvernig er hægt að gera fallega rós úr salami, ótrúlega auðvelt og kemur svo fallega út)

Ég setti inn stutt myndband á Tik Tok sem ég tók upp á meðan ég var að raða á bakkann – ýttu HÉR til að skoða myndbandið.

Tilvalið fyrir 17.júní brunchinn eða jafnvel útskriftarveisluna og gera þá ennþá stærri bakka 🙂

Nammi og ostabakkinn sem allir borða

/ færslan er unnin í samstarfi með Nóa Síríus

Hráefni

 • Pringles – Sour Cream & Onion
 • Tromp Hvellur frá Nóa Síríus
 • Lakkrís Karamelluperlur frá Nóa Síríus
 • Súkkulaði Rúsínur frá Nóa Síríus
 • Havarti krydd ostur
 • Prima Donna ostur
 • bláberja sulta
 • hunang
 • jarðaber
 • kex
 • þurrkaðar apríkósur
 • salami
 • ástaraldin
 • bláber
 • hindber

Aðferð

 • Skerið Tromp Hvellinn í tvennt – kemur fallega út að láta sjást í svarta og gula litinn inní
 • Skerið ostinn niður
 • Setjið sultu og hunang í sitthvora skálina
 • Búið til rós úr salami – hægt að skoða myndbönd á t.d. tik tok, kemur rosa vel út 🙂
 • Raðið öllu saman á bakka
Course: brunch, eftirréttur, forréttur, snarl, veisla
Cuisine: íslenskt
Keyword: ávextir, nammi, nói síríus, ostar

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close