Ótrúlega auðveld súkkulaði smáhorn sem þú verður að prófa! Ég ákvað að setja ekki inn neinar nákvæmar mælingar í þessa uppskrift þar sem það fer algjörlega eftir hverjum og einum hversu mikið eða lítið þið ætlið að gera. Ég notaði tvær smjördeigs plötur til þess að gera 10 lítil horn, sem var fullkomið magn af meðlæti með brunchinum fyrir tvo.



Auðveld súkkulaðifyllt smáhorn
Súkkulaðifyllt smjördeigs smáhorn
Búnaður
- Belgískt vöfflujárn
Hráefni
- frosið smjördeig látið þiðna áður
- súkkulaði
- smjör
- jarðaber eða annar ávöxtur
- flórsykur
- sýróp
Aðferð
- Skerið smjördeigið í litla þríhyrninga. Ég bjó til 10 lítil horn úr tveimur frosnum plötum.
- Skerið súkkulaði í litla bita. Ég skar einn súkkulaði bita niður í 4 bita svo að það myndi ekki bráðna út úr horninu.
- Setjið litla súkkulaði bitann í deigið og rúllið deiginu upp – frá þykka endanum
- Bræðið smá smjör í belgíska vöfflujárninu og setjið hornin í járnið
- Takið hornin úr járninu þegar þau eru orðin fallega gyllt
- Berið fram með ferskum berjum, flórsykri og sýrópi
ef þú prófar þessa uppskrift máttu endilega deila því með mér með því að senda mér mynd á instagram eða jafnvel tagga mig í story @tinnath