

Ég elska hluti í eldhúsið sem auðvelda mér lífið. Eftir að ég náði í Tik Tok appið var ég alveg seld á því að ég ÞURFTI að eignast Air Fryer. Hann var á óskalistanum fyrir en færðist mjög ofarlega á forgangslista eftir allar uppskriftirnar sem ég var að sjá á Tik Tok gerðar í Air Fryer.
Þegar við keyptum okkur íbúð, ákváðum við að splæsa í einn í nýja eldhúsið og varð Domo Air Fryer úr Rafha fyrir valinu eftir að hafa skoðað nokkrar týpur sem voru í boði. Ástæðan fyrir valinu var að verðið var hagstætt og 5 lítra karfa. Ég hefði aldrei trúað því hvað við höfum notað þessa græju mikið, það er hægt að gera gjörsamlega allt í henni.
Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af ótrúlega einföldum og góðum beyglum sem er hægt að gera í Air Fryer, sem ég lærði einmitt á Tik Tok – hvar annarstaðar. Innihaldsefnin eru fá og kannski ekki bragðmikið deig svo krydd ofaná er algjört lykilatriði hérna og eru vinsælu beyglu kryddin tilvalin í þetta.
Ég útbjó nokkurskonar morgunverðar/brunch fyllingu í mínar beyglur, hér er það sem ég setti á þær :
- Rjómaostur
- Steikti hrært egg á pönnu með salti og pipar
- Avocado
- Stökkt Air Fried beikon
Á meðan beyglurnar voru að hvíla, hækkaði ég hitan á Air Fryernum í 200 gráður og setti nokkrar beikon sneiðar í körfuna og leyfði því að eldast í 10-12 mínútúr eða þar til það var orðið stökkt.






Auðveldar heimagerðar beyglur í Air Fryer
Búnaður
- Domo Air Fryer
Hráefni
- 1 bolli hveiti
- 1 bolli grískt jógúrt
- 1 tsk lyftiduft
- 1 egg
- beyglukrydd (ég notaði Sesamgaldur frá Pottagöldrum)
- prima donna eða parmesan ostur má sleppa
Aðferð
- Hitið Air Fryerinn við 175 gráður
- Blandið saman í skál hveiti, grísku jógúrti og lyftidufti
- Hrærið með sleif þar til þið getið það ekki lengur, notið þá hendurnar
- Hnoðið þar til deigið er ekki lengur blautt og er orðið slétt og fínt – 3 til 5 mínútur
- Skiptið deiginu í 4 hluta
- Mótið beyglur úr deiginu. Annað hvort með því að rúlla deiginu í lengju og tengja hana svo í hring eða með því að búa til kúlu og búa til gat með puttanum
- Penslið eggi yfir beyglurnar, setjið nóg af beyglukryddi og ost ef þið viljið
- Raðið beyglunum í Air Fryer körfuna og setjið körfuna inn
- Leyfið að bakast í 12-15 mínútur eða þar til beyglurnar eru orðnar gylltar og fallegar
- Leyfið beyglunum að hvíla í að minnsta kosti 5 mínútur á bökunargrind þegar þær eru tilbúnar
Ráð
Smelltu hér til að skoða úrvalið af air fryerum hjá Rafha.
ef þú prófar þessa uppskrift máttu endilega deila því með mér með því að senda mér mynd á instagram eða jafnvel tagga mig í story @tinnath