Appelsínu kjúklingur – innblásinn af Panda Express

Eitt af því sem ég sakna mest við það að fara til Bandaríkjanna eru skyndibitastaðirnir, þá sérstaklega Panda Express. Ef þú hefur smakkað appelsínu kjúklinginn þar, þá veistu hvað ég meina. Ég hef gert þennan rétt nokkrum sinnum og ég er alveg viss um að þetta sé eins nálægt THE ORANGE CHICKEN og hægt er að komast. Annað hvort er það rétt hjá mér eða bara svo langt síðan ég komst á Panda Express seinast.

Ég vona innilega að þið prófið þennan rétt, hvort sem þið hafið smakkað þennan eina sanna eða ekki. Þetta er bara einum of gott!

Appelsínu kjúklingur – innblásinn af Panda Express

Skammtar 2 manns
Heildartími 45 minutes

Hráefni

Kjúklingur

  • 350 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1/4 bolli hveiti
  • 1/2 bolli maismjöl
  • 1 egg
  • salt og pipar
  • grænmetisolía til djúpsteikingar

Appelsínusósa

  • 2 msk soja sósa
  • safi úr hálfri appelsínu
  • 2 msk eplaedik
  • 1/2 bolli púðursykur
  • 1 tsk sesam olía
  • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 2-3 cm rifið engifer
  • 1/2 tsk chili flögur
  • 2 msk vatn
  • 2 msk maismjöl

Aðferð

  • Skerið kjúklinginn munnbita
  • Blandið saman í skál hveiti, maismjöli, salti og pipar
  • Í aðra skál blandið saman hrærðu eggi, salti og pipar
  • Setjið kjúklinginn fyrst ofan í eggið svo hveitið – endurtakið við alla bitana og setjið til hliðar á disk
  • Blandið saman soja sósu, appelsínu safanum, eplaediki, púðursykri, sesam olíu, hvítlauk, engifer og chiliflögum í pott á miðlungs/háan hita
  • Fáið suðuna upp og bætið hrærið svo vatni og maismjöli við. Hrærið öllu saman þangað til sósan er orðin þykk. Takið af hitanum og setjið sósuna í skál og geymið á meðan þið djúpsteikið kjúklinginn
  • Djúpsteikið kjúklinginn upp úr grænmetisolíu og setjið svo kjúklinginn á eldhúspappír til þess að losa auka olíuna
  • Blandið kjúklingnum saman við appelsínu sósuna
  • Berið fram með vorlauk, sesam fræjum og hrísgrjónum

Ráð

Auðvelt er að tvöfalda eða þrefalda uppskriftina ef þess þarf.
Gerðu þetta að grænmetisrétt – skiptu út kjúklingnum fyrir blómkál eða tofu. Ef þú vilt gera réttinn vegan, getur þú skipt út egginu fyrir kjúklingabaunasafa.
 
Course: aðalréttur, kvöldmatur
Cuisine: amerískt, kínverskt
Keyword: djúpsteikt, kjúklingur

ef þú prófar þessa uppskrift máttu endilega deila því með mér með því að senda mér mynd á instagram eða jafnvel tagga mig í story @tinnath

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close