Salsa með mangó og ástaraldin

Ég elska að búa til og borða mexíkóskan mat. Stundum fer ég all in og geri allt frá grunni en aðra daga finnst mér fínt að kaupa tilbúið.

Í tilefni að cinco de mayo ákvað ég að búa til litla mexíkóska veislu fyrir okkur Stefán. Birnir sofnaði á meðan ég var að elda svo að hann fékk ekki að njóta í þetta skipti með okkur. Leiðinlegt fyrir Birni þar sem hann elskar heimatilbúið salsa.

Ég ætla að deila með ykkur þessu uppskrift af mangó salsa með smá twisti sem ég sá á instagram hjá vinkonu minni um daginn þar sem hún var með ástaraldin með í salsanu. Ótrúlega ferskt og gott og gefur aðeins meiri sætu en ég persónulega elska salsa með sætu. Tilvalið fyrir næst þegar þið ætlið að útbúa mexíkóskan mat!

Salsa með mangó og ástaraldin

Litríkt, ferskt og sætt salsa sem hentar vel með öllum mexíkóskum mat
Skammtar 2 manns
Heildartími 10 minutes

Hráefni

 • 1/2 mangó
 • 2 ástaraldin
 • 1/2 paprika
 • 1/4 agúrka
 • 10 kirsuberja tómatar
 • 2 msk rauðlaukur
 • 2 msk kóríander
 • 1/2 lime safi og börkur
 • salt og pipar eftir smekk

Aðferð

 • Skerið mangó, papriku, gúrku og tómata í teninga og setjið í skál
 • Kreistið ástaraldin út í skálina eða notið skeið til að veiða þau upp úr hýðinu
 • Saxið rauðlauk og kóríander smátt og setjið í skálina
 • Notið rifjárn og rífið börk af hálfu lime út í skálina og kreistið svo safann út í líka
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Blandið öllu saman með skeið og berið fram með uppáhalds tacoinu ykkar, mexíkóska réttnum eða jafnvel bara með snakki.

Ráð

Auðvelt er að stækka uppskriftina ef fleiri en tveir eru í mat.
Þetta er ágætlega stór uppskrift sem meðlæti fyrir tvo en ég elska að eiga smá afgang og borða daginn eftir. 
Ef þið viljið vinna ykkur fram í tímann er hægt að græja salsað fyrr um daginn eða daginn áður og bera það svo fram. Salsað verður þá bragðsterkara eftir að það hefur fengið að liggja saman í kæli 🙂 
Course: meðlæti, smáréttur, snarl
Cuisine: mexíkóskt
Keyword: auðvelt, ávextir, grænmeti, salsa

ef þú prófar þessa uppskrift máttu endilega deila því með mér með því að senda mér mynd á instagram eða jafnvel tagga mig í story @tinnath

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close