Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna.
Ég fékk safapressu í jólagjöf frá Stefáni. Þetta er eitthvað sem hefur verið á lista hjá okkur lengi en kannski ekki beint á forgangslista. Það hefur komið mér á óvart hversu mikið við notum hana og reynum við að gera alltaf safa þegar við eigum morgun saman eða þegar tími gefst til áður en hann fer í vinnuna.
Mér finnst ótrúlega gaman að bera saman verð við heimatilbúinn mat vs verðið sem þú borgar fyrir að kaupa það tilbúið. Ég ákvað að taka saman hvað það kostar að gera einn svona ofur grænan orku safa og var verðið ekki nema 366 kr fyrir 400 ml. Ég reiknaði verðið miðað við kílóverð úr Krónu appinu.

Hér erum við að tala um orkubombu enda nóg af ávöxtum og grænmeti í einum safa.
- Epli
- Sellerí
- Spínat
- Gúrka
- Sítróna
- Engifer
- Fersk mynta
Ég mæli hiklaust með því að prófa þennan safa í morgunmat en mér finnst ekkert betra en að byrja daginn á ferskum safa!

heimatilbúinn grænn safi
Búnaður
- safapressa
Hráefni
- 2 epli
- 2 stiklar sellerí
- 1 lúka spínat
- 1/4 gúrka
- 1/2 sítróna
- engifer magn eftir smekk
- mynta magn eftir smekk
Aðferð
- Takið miðjuna úr eplunum
- Takið laufin af selleríinu
- Skerið börkinn af sítrónunni
- Takið hýðið af engiferinu
- Notið aðeins laufin af myntunni
- Setjið allt í safapressuna og njótið 🙂