Ég elska að fá mér grískt jógúrt með múslíog berjum. Mig langaði að prófa að gera það aðeins öðruvísi í þetta sinn og prófaði að búa til múslí “skálar” og fylla þær með jógúrti, berjum og smá súkkulaði. Það heppanðist ótrúlega vel og ekki skemmir hvað þær voru fallegar að bera fram. Fullkomið til að leyfa börnunum að hjálpa til þar sem innihaldsefnin eru fá og maður getur skreytt hverja og eina öðruvísi.




Granóla skálar með grísku jógúrti og berjum
/ færslan er unnin í samstarfi við Nóa Síríus
Hráefni
- 2 dl Kellogg's Crunchy Müsli
- 1 banani
- grískt jógúrt
- ávextir eða ber að eigin vali
- Valor 70% sykurlaust súkkulaði
Aðferð
- Setjið múslíið í matvinnsluvél
- Stappið banana
- Blandið múslíinu og banana saman í skál
- Setjið í möffins form og setjið deigið upp meðfram hliðum svo að það myndist skál í miðjunni
- Inn í ofn við 180 gráður (ég var með stillt á blástur) í 30 mínútur
- Leyfið að kólna alveg áður en þið takið úr formunum
- Fyllið skálarnar með grísku jógúrti og ávöxtum
- Ég skar einnig smá 70% Valor súkkulaði og setti yfir
Ráð
Auðvelt er að stækka uppskriftina ef þess þarf 🙂