Frosnar sykurlausar banana stangir með hnetusmjöri

Ég verð fyrir miklum innblástri frá Tik Tok og eru nánast einu myndböndin sem ég sé á for you pageinu mínu matarmyndbönd. Ég elska að sjá auðveldar uppskriftir og ætla ég að deila einni með ykkur. Mín útgáfa er með sykurlausu dökku súkkulaði frá VALOR sem gerir uppskriftina sykurlausa og vegan.

Mæli með að eiga svona banana stangir inni í frysti þegar þið eruð að kveiva eitthvað sætt 🙂

Færslan er unnin í samstarfi við Nóa Síríus

Sykurlausar bananastangir

/ færslan er unnin í samstarfi við Nóa Síríus
Undirbúningur 5 minutes
Frystir 2 hours

Hráefni

  • bananar
  • hnetusmjör
  • salthnetur gróft saxaðar
  • 70% sykurlaust dökkt súkkulaði frá VALOR

Aðferð

  • Skerið bananana til helminga og langsum í tvennt svo að það verði 4 bitar frá hverjum banana
  • Smyrjið bananana með hnetusmjöri og dreyfið svo salthnetunum yfir
  • Bræðið VALOR súkkulaðið og setjið yfir bananana
  • Setjið inn í frysti í að minnsta kosti 2 tíma áður en þið borðið svo að bananarnir séu orðnir ágætlega vel frosnir í gegn
  • Geymið í frysti

Ráð

Fjöldi banana, magn af hnetusmjöri, salthnetum og súkkulaði er algjörlega persónubundið og fer eftir smekk hvers og eins. Hægt að leika sér með þessa uppskrift og þessvegna skipta út hnetusmjörinu fyrir annað eins og t.d. möndlusmjör.
Course: millimál, snarl
Keyword: auðvelt, vegan

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close