Ég varð að prófa að taka brownie uppskriftina mína á næsta level. Ég prófaði að bæta við súkkulaði kringlum frá Nóa Síríus og hnetusmjöri. Þær voru svooo góðar – mæli með að prófa!
Ég persónulega elska súkkulaði húðaðar saltkringur og kaupi það mjög oft þegar ég er í útlöndum. Þetta er ein af sumarvörunum frá Nóa Síríus í ár og kemur því í takmörkuðu magni.



Brownie með súkkulaði kringlum og hnetusmjöri
/ færslan er unnin í samstarfi með Nóa Síríus
Hráefni
- 150 g brætt smjör
- 250 g sykur
- 2 egg
- 150 g rjómasúkkulaði dropar frá Nóa Síríus
- 100 g hveiti
- 30 g kakó
- 1 tsk salt
- 180 g súkkulaði saltkringlur frá Nóa Síríus
- 3-4 msk hnetusmjör
Aðferð
- Bræðið smjörið við vægan hita
- Þeytið vel saman brædda smjörinu og sykrinum þar til blandað er orðin létt og ljós. Ég set hrærivélina á hæsta mögulega hraða og þetta tekur um 10-15 mínútur. Sjá mynd – áferðin á að vera orðin sirka svona.
- Bætið við tveimur eggjum og þeytið aftur mjög vel, í að minnsta kosti 5 mínútur eða þar til blandan er aftur orðin létt og ljós. Sjá mynd.
- Bræðið 150 g af rjómasúkkulaði og setjið út í. Blandið þar til deigið er ekki lengur röndótt.
- Sigtið hveitið, kakóið og saltið og blandið varlega með sleif
- Grófsaxið súkkulaði kringlurnar (ég tók nokkrar til hliðar til þess að skreyta ofaná), bætið út í og hrærið varlega með sleif
- Setið bökunarpappír í eldfastmót og dreyfið vel úr deiginu svo að hún fylli í öll horn
- Setjið hnetusmjörið yfir og notið pinna til að dreyfa aðeins úr því
- Skreytið með súkkulaði kringlunum sem þið tókuð til hliðar
- Inn í ofn við 170 gráður í 30 mínútur (undir og yfir hiti)
- Setjið kökuna í kæli í að minnsta kosti 4 klst áður en hún er borin fram
Ráð
Vel hægt að vinna sig fram í tímann með þessa brownie. Ef ég sé ekki fram á að nota alla kökuna, set ég afganginn í frysti. Leyfi henni svo að þiðna við stofuhita áður en hún er borin fram.
Ég hef vanalega gert kökuna daginn áður en ég ber hana fram. Geymi hana þá bara lengur en uppgefna 4 klst – skiptir ekki neinu ef hún er lengur í kæli 🙂