Ótrúlega góðar smákökur sem ég bjó til í samstarfi með Nóa Síríus. Mæli með að borða þær með köldu mjólkurglasi eða bara með góðu kaffi 🙂
Njótið x





Rice Krispies smákökur með súkkulaðibitum og sykurpúðum
/ færslan er unnin í samstarfi við Nóa Síríus
Hráefni
- 100 g brætt smjör
- 200 g púðursykur
- 100 g sykur
- 2 egg
- 1 tsk vanilludropar
- 250 g hveiti
- 1/2 tsk matarsódi
- 1/2 tsk salt
- 50 g Rice Krispies
- 150 g súkkulaði dropar frá Nóa Sírus ég notaði suðusúkkulaði dropa – má líka nota rjómasúkkulaði dropa
- 12 sykurpúðar klipptir í tvennt
Aðferð
- Hitið ofninn við 175 gráður (undir + yfir hiti)
- Bræðið smjör við vægan hita og setjið í hrærivélaskálina ásamt púðursykri og venjulegum sykri. Þeytið þar til blandan er orðin ljós – skafið meðfram hliðum 2-3x. Tekur um það bil 8-10 mín að fá blönduna ljósari á hröðu prógrami.
- Bætið eggjunum út í og vanilludropum. Eitt egg í einu. Hrærið vel.
- Setjið svo hveitið útí í tveimu pörtum og svo matarsódan + saltið.
- Setjið rice krispies og súkkulaði dropa út í og hrærið með sleikju. Líka hægt að hræra í vélinni en þá er hætta á því að rice krispiesið verði að engu. Ég vil það í nokkuð heilu lagi.
- Rúllið deiginu upp í kúlur, ca gólfkúla að stærð og raðið á bökunarplötu.
- Þrýstið hálfum sykurpúða á deig kúluna og bakið í 14 mínútur í ofni eða þar til kakan og sykurpúðinn er orðið gullinbrúnt.