Bláberja muffins – innblásið af Starbucks

Ef ég vel mér eitthvað annað en drykk á Starbucks þá verður bláberja möffins nánast alltaf fyrir valinu. Núna er kominn mjög langur tími síðan ég fékk eina alvöru og ég átti bláber inni í ísskáp sem ég sá ekki fram á að ná að klára nema að nýta þau í einhverja uppskrift. Ég ákvað þá að reyna að endurgera góðu Starbucks möffinsnar sem eru svo góðar – ef þú hefur smakkað þær, þá veistu hvað ég á við.

Þær heppnuðust ótrúlega vel og mæli með að prófa við fyrsta tækifæri 🙂

Bláberja muffins – innblásið af Starbucks

Mínar allra uppáhalds möffins!
Skammtar 10 muffins
Undirbúningur 10 minutes
Eldunartími 25 minutes
Heildartími 35 minutes

Hráefni

Möffins

 • 2 1/2 dl hveiti
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 dl sykur
 • 1/4 tsk salt
 • 1/2 tsk vanilluduft má líka nota vanillusykur
 • 1 egg
 • 1 1/2 dl jógúrt
 • 1/2 dl ljós olía
 • 2 dl fersk bláber

Mulningur á toppinn

 • 1 dl hveiti
 • 1/2 dl sykur
 • 50 g bráðið smjör

Aðferð

 • Hitið ofninn við 190 gráður
 • Hrærið þurrefnunum saman í skál
 • Bætið egginu, jógúrtinu og olíunni út í deigið og hrærið vel
 • Bætið bláberjunum út í og blandið þeim varlega saman við deigið
 • Búið til toppinn með því að bræða smjör og blanda því við hveiti og sykur
 • Setjið deigið í muffins form og setjið vel af mulningnum á toppinn á hverri og einni
 • Setjið möffinsna inn í ofn í 22-25 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út ef þú stingur í þær – þær eiga líka að vera orðnar gylltar og fallegar
 • Leyfið að kólna áður en þið borðið eða berið þær fram

Ráð

Auðvelt er að stækka uppskriftina ef þess þarf – ég geri oft minna þar sem ég vil að það sem ég baka klárist í staðinn fyrir að eiga of mikið og geta ekki klárað á meðan það er gott 🙂 
Course: brunch, snarl, veisla
Cuisine: amerískt
Keyword: bakstur, möffins

ef þú prófar þessa uppskrift máttu endilega deila því með mér með því að senda mér mynd á instagram eða jafnvel tagga mig í story @tinnath

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close