Mangó og quinoa salat með sinneps dressingu

Þetta salat er eitt af mínum uppáhalds. Það er bæði auðvelt ótrúlega auðvelt og svo er það líka hollt 🙂

Ég hef deilt þessu salati á instagram nokkrum sinnum yfir seinustu ár og fannst það eiga heima hér inni. Það er mikið hægt að leika sér með innihaldsefnin í salatinu en magnið er ekkert heilagt, þetta er bara svona sirka fyrir þá sem finnst betra að skoða uppskriftir með nákvæmum upplýsingum þar sem ég veit það getur verið erfitt að sirka út sjálfur ef maður er óvanur.

Ég vona svo sannarlega að þið prófið þetta salat á næstunni 🙂

Mangó og quinoa salat með sinneps dressingu

ágætlega stór uppskrift fyrir tvo – magnið af grænmetinu ekkert heilagt, hægt að leika sér með þessa uppskrift 🙂
Skammtar 2 manns
Heildartími 30 minutes

Hráefni

Salat

 • 2,5 dl quinoa
 • 1 tsk grænmetiskraftur
 • 1 mangó
 • 1 paprika
 • 1/2 gúrka
 • 1/4 rauðlaukur
 • 10 kirsuberjatómatar
 • 1 msk sesamfræ
 • fetaostur má sleppa

Sinneps dressing

 • 1 dl ólífu olía
 • 1/2 dl dijon sinnep
 • 1/2 dl sítrónusafi

Aðferð

 • Sjóðið quinoað samkvæmt leiðbeiningum og kryddið með grænmetiskrafti
 • Skerið grænmetið smátt og setjið í skál
 • Hrærið saman innihaldsefnin í sósuna þar til allt hefur blandast vel saman
 • Þurrristið sesamfræin á pönnu þar til þau brúnast aðeins
 • Hægt að bera fram salatið á tvo vegu, annað hvort að blanda öllu saman í stóra skál eða að bera fram þar sem quinoað er sér – grænmetið sér – dressin sér og hver og einn raðar á sinn disk
 • Mér finnst gott að bera salatið fram með fetaosti en ef þú sleppir því er salatið vegan 🙂

Ráð

Ef þú gerir ráð fyrir afgangi mæli ég með að bera salatið fram í sitt hvoru lagi og allir raða á sinn disk sjálfir. Þá getur þú hitað quinoað upp daginn eftir og blandað svo salatinu og dressingunni saman við. Mjög gott daginn eftir líka 🙂
 
VEGAN – hægt að sleppa fetaostinum eða skipta út fyrir vegan feta ost!
Course: aðalréttur, hádegismatur, meðlæti
Keyword: grænmetisréttur, hollt, salat

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close