pizzasnúðar með rjómaostafyllingu

Fyrr á þessu ári setti ég inn myndband á Tik Tok þar sem ég var að búa til pizza snúða. Þetta myndband er með mestu áhorfin hjá mér á Tik Tok og er með yfir 85 þúsund áhorf. Smelltu HÉR til þess að sjá myndbandið.

Mér fannst því eiga vel við að setja inn uppskriftina hér líka. Það er hægt að leika sér með innihaldið í snúðana og þurfa þeir alls ekki að vera nákvæmlega svona. Ég persónulega elska rjómaost, hvort sem það er bara á ristað brauð, með avocado eða bara hvað sem er – get borðað rjómaost með skeið og ég er sátt. Það má setja skinku og pepperoni ef maður vill það.

Ég kryddaði svo pizzasnúðana áður en þeir fóru inn í ofn með heita pizzakryddinu frá Pottagöldrum en það gefur smá hita sem ég elska. Ég set ekki mikið og getur strákurinn minn (3ja ára) borðað snúðana þrátt fyrir sterka kryddið. Ef þið eruð smeyk við að hafa það sterkt mæli ég með að skipta því út fyrir venjulega pizzakryddið frá Pottagöldrum en það klikkar aldrei 🙂

Færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra

pizzasnúðar með rjómaosta fyllingu

/ færslan er unnin í samstarfi við pottagraldra
Undirbúningur 10 minutes
Eldunartími 35 minutes
Hefun 1 hour
Heildartími 1 hour 45 minutes

Hráefni

  • 1 dl volg mjólk
  • 6 gr þurrger
  • 1 tsk hunang
  • 15 g brætt smjör
  • 1 egg
  • 4 dl hveiti
  • pizzasósa eftir smekk
  • 200 g rifinn ostur
  • rjómaostur eftir smekk
  • Heitt Pizzakrydd frá Pottagöldrum eftir smekk
  • Prima Donna eða Parmensan ostur eftir smekk

Aðferð

  • Hitið mjólkina þar til hún er orðin volg (37 gráður ca) og blandið þurrgerinu saman við. Leyfið að standa í um það bil 5 mínútur.
  • Bætið hunanginu, egginu og smjörinu út í og hrærið létt saman.
  • Setjið krók á hrærivélina og setjið hveitið út í. Leyfið vélinni að hnoða deigið þar til kúla hefur myndast.
  • Leyfið að hefast í um það bil klukkustund eða þar til deigið hefur tvöfaldast.
  • Fletjið úr deiginu og setjið pizzasósu, rjómaostaklessur og rifinn ost.
  • Rúllið deiginu upp og skerið í snúða
  • Setjið snúðana í eldfast mót og kryddið með heita pizzakryddinu frá Pottagöldrum og rífið svo smá Prima Donna ost yfir.
  • Bakið við 175 gráður í 35 mínútur.

Ráð

Ef þið fýlið ekki sterkt er alltaf hægt að skipta heita pizzakryddinu út fyrir venjulega pizzakryddið. 
Course: millimál, nesti, snarl
Keyword: heitt pizzakrydd, pottagaldrar, snúðar

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close