pizzasnúða lengja

Mér finnst það svo kósí tilhugsun að baka með börnunum mínum eftir leikskóla. Raunveruleikinn er samt sem áður sá að það getur verið tímafrekt, sérstaklega þegar um brauð bakstur er að ræða þar sem deigið þarf að hefast. Ég held ég sé með hina fullkomnu lausn fyrir bakstri með börnunum sem er öðruvísi og fljótleg. En það er einfaldlega að gera pizzasnúða úr tilbúnu deigi og gera þá extra góða með ferskri pizzasósu frá Matlifun og öðrum góðum hráefnum.

Pizzusósan frá Matlifun fæst td. í Hagkaup.

Færslan er unnin í samstarfi við Matlifun

Ég sá skemmtilega útfærslu á TikTok frá danska matarbloggaranum Frederikke Wærens af snúðum og ég varð að prófa. Þú einfaldlega rúllar deiginu upp og klippir deigið svo að til verði einhverskonar pizza lengja. Gaman að leyfa börnunum að taka þátt í þessu 🙂

Þú getur séð aðferðina betur inná instagram hjá mér í reels 🙂

Pizzasnúða lengja

/ færslan er unnin í samstarfi við Matlifun
Undirbúningur 10 minutes
Eldunartími 30 minutes
Heildartími 40 minutes

Hráefni

  • 1 upprúllað pizzadeig
  • 100 g rjómaostur
  • 1/2 krukka pizzusósa frá Matlifun
  • 100 g pepperoni
  • 100 g krydd havarti ostur má nota annan ost
  • 100 g cheddar ostur má nota annan ost
  • parmesan ostur má sleppa
  • basilika má sleppa

Aðferð

  • Hitið ofninn við 200 gráður – undir og yfir hiti
  • Rúllið út pizzadeiginu og smyrjið með rjómaosti og pizzusósunni
  • Skerið niður pepperoni og dreifið yfir ásamt ostinum
  • Rúllið deiginu upp og klippið í það göt og ýtið hverjum part til hliðar sitt á hvað svo að einhverskonar "flétta" myndist
  • Setjið inn í ofn og þegar 20 mínútur eru liðnar, bætið álpappír ofaná svo að snúðarnir verði ekki of dökkir að ofan en nái að eldast í gegn í 5-10 mínútur í viðbót.
  • Fyrir smá extra setti ég parmesan og basiliku yfir þegar ég tók snúðana úr ofninum

Ráð

Leikið ykkur með hráefni og krydd og gerið snúðanna að ykkar eigin 🙂 
Course: snarl, veisla
Keyword: pizzasnúðar

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close