Rice Krispies bomba með bananarjóma og rjómakúlu karamellusósu

Fyrir nokkrum árum var Rice Krispies kaka með bananarjóma í nánast öllum veislum sem ég fór í. Ég ákvað að taka þessa köku á næsta level. Hún er svo ótrúlega góð og ennþá betri en allar þær sem þið hafið smakkað. Ég bætti með rjómakúlum í bæði botninn og karamellusósuna og það setur klárlega punktinn yfir iið. Í tilefni af því að sumar kroppið sé komið í búðir ákvað ég að setja nýja Banana Nóa Kroppið yfir kökuna fyrir smá auka banana og súkkulaði bragð – kom mjög vel út!

Færslan er unnin í samstarfi við Nóa Síríus

Rice krispies bomba með bananarjóma og rjómakúlu karamellusósu

/ færslan er unnin í samstarfi við Nóa Síríus
Heildartími 2 hours

Hráefni

Botn

  • 100 g smjör
  • 100 g suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
  • 1/2 dl síróp
  • 150 g rjómakúlur frá Nóa Síríus einn poki
  • 200 g Rice Krispies

Banana rjómi

  • 250 ml rjómi
  • 2 þroskaðir bananar

Rjómakúlu karamellusósa

  • 150 g rjómakúlur frá Nóa Síríus einn poki
  • 3 msk rjómi

Skraut

  • Banana Nóa Kropp frá Nóa Síríus

Aðferð

Botn

  • Setjið smjör, suðusúkkulaði, síróp og rjómakúlurnar saman í pott og bræðið við vægan hita – þetta getur tekið smá tíma
  • Þegar allt er bráðið og vel blandað saman, takið af hitanum og bætið Rice Krispiesinu út í og hrærið varlega saman með sleikju
  • Spreyjið smelluform með smá olíu og setjið Rice Krispies blönduna í formið. Sléttið vel úr svo að kakan verði ekki skökk
  • Setjið í kæli í um það bil klukkutíma

Bananarjómi

  • Þeytið rjóma og stappið banana
  • Blandið varlega saman með sleikju

Rjómakúlu karamellu sósa

  • Bræðið saman í rjómakúlur og rjóma í potti við vægan hita

Lokaskref

  • Takið kökuna úr forminu og setjið á kökudisk
  • Setjið banana rjómann ofan á botninn og hellið rjómakúlu sósunni yfir allt
  • Skreytið með nýja sumar Banana Nóa Kroppinu

Ráð

Ef þú ert í tímaþröng gætir þú græjað botninn daginn áður og bananarjómann ásamt rjómakúlusósuna rétt áður en þú ætlar að bera kökuna fram. Bananarnir eiga það til að brúnast en það sést lítið daginn eftir – mér finnst það bara best ef það er útbúið sama dag 🙂 
Course: eftirréttur, veisla
Cuisine: íslenskt
Keyword: eftirréttur, kaka, veisla

Join the Conversation

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close

Discover more from tinnath

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading