Þetta mexíkóska lasagne sló heldur betur í gegn á mínu heimili. Það sem ég elska við þegar ég er að elda grænmetisrétti er litagleðin, það gerir eldamennskuna bara eitthvað skemmtilegri þegar þú ert að nota hráefni í öllum litum. Þetta er frábær uppskrift ef þú ert ekki vön/vanur að elda grænmetisrétti, fullkomið fyrir næsta meatless monday.



Mexíkóskt lasagne
/ uppskriftin var unnin í samstarfi með Ásbjörn Ólafsson ehf.
Hráefni
- 325 g Anamma Vegofärs
- 1 rauð paprika
- 1/2 rauðlaukur
- 1 hvítlauksgeiri
- 1 tsk cumin
- 1 tsk malaður chili
- salt og pipar eftir smekk
- 150 g gular baunir (ég nota frosnar)
- 1 dós svartar baunir
- 230 g salsa sósa
- 4 miðlungs tortillur
- 50-100 g chili majónes eftir smekk
- 200 g rifinn ostur
- kóríander má sleppa
Aðferð
- Stilltu ofninn á 200 gráður
- Skerið paprikuna, rauðlaukinn og hvítlaukinn smátt
- Hitið smá olíu á pönnu, steikið vegan hakkið, paprikuna, rauðlaukinn, hvítlaukinn og kryddið með cumin, möluðum chili, salti og pipar
- Skolið svörtu baunirnar og bætið þeim út á pönnuna ásamt gulu baununum. Takið af hitanum þegar allt er orðið vel eldað og blandað saman
- Skerið tortillurnar í mjóaar ræmur
- Smyrjið smá olíu í botninn á eldföstu móti svo að ekkert festist við
- Setjið helminginn af salsa sósunni í botninn, raðið tortillunum yfir sósuna, helmingnum af grænmetisblöndunni, klípur af chili majónesi yfir allt og helminginn af ostinum. Endurtakið þetta svo – salsa, tortillur, grænmetisblandan, chili majó og ostur
- Inn í ofn í um það bil 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn vel gylltur
- Þegar þetta er tilbúið, takið úr ofninum og stráið kóríander yfir allt (má sleppa)
- Leyfið réttinum að kólna í um það bil 5 mínútur áður en þið skerið í teninga
- Berið fram með sýrðum rjóma
Ráð
Það er líka mjög gott að skipta út chili majónesinu fyrir ostasósu!