Auðvelt burrata spagettí með tómötum og basiliku

Ef strákurinn minn fengi að velja þá myndi hann borða jógúrt í öll mál. Ef það er eitthvað sem hann er samt sem áður alltaf til í ef það er í boði, þá er það spagettí eða pasta. Sem er mjög þægilegt þar sem það er ótúlega auðvelt og á sama tíma svo auðvelt að gera það extra gott. Hægt er að leika sér með þessa uppskrift t.d. nota annan ost en burrata, ég hef gert þessa uppskrift með buffala mozzarella og það var ótrúlega gott líka.

Burrata ostinn keypti ég í Costco, örugglega eini hluturinn í Costco sem er hægt að kaupa í stykkjatali. Mjög þægilegt að sitja ekki uppi með nokkra osta sem þarf að drífa sig að borða svo að þeir skemmist ekki.

Burrata spagettí

Skammtar 2 manns
Heildartími 30 minutes

Hráefni

 • 250 g spagettí
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1/4 tsk chili flögur
 • 200 g kirsuberjatómatar
 • 1 dl söxuð fersk basilika
 • salt
 • pipar
 • fersk basilika
 • burrata ostur
 • prima donna/parmesan ostur

Aðferð

 • Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum
 • Steikið hvítlaikinn upp úr smá olíu ásamt chiliflögunum í smá stund
 • Bætið tómötunum og basilikunni út á pönnuna ásamt 1 dl af spagettí vatninu, salt og pipar eftir smekk. Leyfið að malla í um það bil 10 mínútur á miðlungs hita
 • Bætið spagettíinu út á pönnuna og blandið vel saman
 • Takið af hitanum og setjið ferska basiliku, burrata ostinn og prima donna eða parmesan ost yfir spagettíið
Course: aðalréttur, kvöldmatur
Cuisine: ítalskt
Keyword: auðvelt, burrata, spagettí

Leave a Reply

Close
© 2021 tinnath
Close