Við erum barnlaus núna í nokkra daga þar sem strákurinn okkar er í sumarfríi og fékk að fara í heimsókn til ömmu sinnar og afa á Selfoss. Stefán hafði eina ósk og það var að við myndum hafa gott kjöt í vikunni og gerðum við vel við okkur og vorum með gott grillkjöt ásamt meðlæti.
Við erum búin að vera að prófa í sumar nýtt steikarkrydd sem kom á markað núna fyrr í mánuðinum sem passar fullkomnlega á grillkjötið. Þetta nýja krydd er frá Pottagöldrum og heitir Steikargaldur. Í þessari kryddblöndu er :
- íslenskt flögusalt
- svartur pipar
- hvítlaukur
- laukur
- steinselja
Kryddið er komið í Fjarðarkaup, Melabúðina, Veganbúðina, Kjöthöllina og Heimkaup en er væntanlegt í stærri búðir á næstunni 🙂
færslan er unnin í samstarfi við Pottagaldra
Við bárum kjötið svo fram með bernaise sósu en ég elska elsa elska bernaise sósu. Þessi uppskrift er að mínu mati sú allra besta. Ég hef aldrei lagt í það að prófa að gera öðruvísi en í sous vide en það er svo auðvelt og erfitt að klikka á henni. Annað meðlæti voru litlar kartöflur, salat og aspas vafið í beikoni og smjördeigi. Heppnaðist allt ótrúlega vel.
Smelltu HÉR til þess að sjá uppskriftina af aspasnum.

Nautakjöt
Hráefni
- nautakjöt við vorum með ribeye
- Steikargaldur frá Pottagöldrum eftir smekk
- ólífu olía eftir smekk
Aðferð
- Við krydduðum nautakjötið upp úr Steikargaldri frá Pottagöldrum og nudduðum því svo inn í kjötið með ólífu olíu
- Við notuðum kjöthitamæli og tókum kjötið af þegar það var búið að ná 60 gráðum – sem verður medium steik og ekki blæðandi (ef ég væri ekki ólétt hefði hún mátt vera aðeins minna elduð)

Sous vide bernaise sósa
Búnaður
- Sous vide tæki
- Töfrasproti
Hráefni
- 2 eggjarauður
- 200 g smjör
- 2 tsk estragon frá Pottagöldrum
- 2 tsk bernaise essence
Aðferð
- Setjið öll innihaldsefnin saman í poka – hægt að nota zip lock (reyna að lofttæma pokann) en ég setti í sérstakan poka sem fer í lofttæmingarvél
- Stillið sous vide á 56 gráður (hægt að elda við 56-58 gráður)
- Setjið pokann ofaní vatnið og festið hann við fatið sem þið eruð að nota með klemmu svo að hann sé ekki á stöðugri hreyfingu og að vatn komist inn – ef vatn kemst inn þá er sósan ónýt og virkar ekki að þeyta hana
- Þegar klukkutími er liðinn, opnið pokann og setjið allt sem var í pokanum í skál og þeytið með töfrasprota (ekki handþeytara – virkar ekki)
- Ættuð að sjá sósuna myndast strax, tekur aðeins nokkrar sekúndur
Ráð
